Ómagasogur

Sunday, February 26, 2006

úff í gær þá hjólaði ég niður í bæ í vonsku veðri til að kaupa teygjubindi fyrir Hans því hann meiddi sig í hendinni og ég var bara með 30 kr dkk með og það gat nú varla kostað meira..ég fór í apótekið og teygjubindið kostaði bara 29.75..en nei nei það var laugardagsskattur á 15 kr..þá sagði ég bara núúúú æ þá er ég ekki með nóg..og ég hélt virkilega að beyglan myndi sjá aumur á mér þar sem ég var holdvot og ólett en hún sagði bara æ, æ bless!!! En spáið í því að eiga að borga 15 kr extra (c.a 150 kall ISK) bara afþví að maður verslar í apótekinu á laugardegi! Ég hefði nú samt sem áður alveg borgað það en ég var bara með akkurat 30 með!

Hans byrjar í nýju vinnunni á miðvikudaginn svaka spennandi, við eru að spá og spekulera hvort við eigum að kaupa skellinörðu, það kostar eitthvað svipað og lestarkort á mánuði með bensíni og öllu, en þá getur greyið mitt líka lagt af stað í vinnuna kl hálf 6 á morganan í staðinn fyrir að taka lestina kl 4 um nóttina og bíða í Kolding í meira en klukkutíma áður en lestin til Vamdrup kemur! Við erum búin að kíkja smá á netinu, ætli við kaupum ekki eitthvað í þessum dúr: