Ómagasogur

Wednesday, February 22, 2006

það var sko svaka action í vinnunni í morgun, það er vetrarfrí í skólanum og ég er bara ein svona snemma á morgnana þau frá skóladagheimilinu og gangavörðurinn koma dálítið seinna, þegar ég kom þá mætti mér ófögur sjón, það hafði einhver kastað sleggju inn um gluggan (risa glugga) og hún hafði lent á glerskáp í andyrinu, jiii það voru sko bara glerbrot út um ALLT, glugginn og skápurinn í þúsund molum!! Ég þurfti að hringja á lögguna og gefa skýrslu, athuga hvort einhverju hefði verið rænt og hvort afbrotamaðurinn leyndist einhverstaðar í byggingunni og svo sópa brakinu burt..svo þegar hinir mættu var bara allt samt við sitt..ég var nú samt svaka fegin að það var enginn glæpi inni i einhverju horninu!!