Ómagasogur

Tuesday, November 13, 2007

Mér til mikillar ánægju er ég búin að missa 1,4 kíló á einni viku jejeje en ekki veitti af eftir átuna þegar Didda og Elín voru hérna þá er ég búin að missa 9,2 kíló í allt og ef allt fer eftir óskum kemst ég yfir 10 kílóin í næstu viku þá er ég u.þ.b hálfnuð! En B.A ritgerðin gengur ágætlega ég er búin að skrifa 15 síður svona lauslega á eftir að orða þetta betur, svo þarf ég að taka allavega 4 viðtöl og svo get ég klárað þetta verk djöfulsins! En ég verð víst að taka smá pásu í því til að gera stuttmynd ég á að skila henni ásamt skýrslu í desember. Ég var að spá í að taka viðtal við eina sem var með fæðingarþunglyndi, þá getur hún sagt frá reynslu sinni. Myndin á að heita "bak við skýin er himinn alltaf blár" (þetta er sko orðtak á dönsku). En jæja best að get to it!