Ómagasogur

Tuesday, November 06, 2007

jæja nú er að verða ansi langt síðan að ég skrifaði síðast, aðhaldið er búið að vera á pásu þar sem Didda og Elín komum með fulla tösku af góðgæti frá Íslandi í síðustu viku. Ég á vægast sagt eins og ég ætti lífið að leysa, liggur við að ég þurfi kjálkafatla, en ég var samt að byrja í aðhaldinu aftur í dag, ég vill nú sigrast á svona 12 kílóum í viðbót :)

Það var ekkert smá gaman að hafa dömurnar í heimsókn og við brölluðum ýmislegt meðal annars að fara til Flensborg og skoða okkur um og tryggja hagnað danskra verslana hehe

En nú er allt farið að ganga sinn vana gang aftur. Ég er að verða græn og blá af ógeði því ég er búin að lesa svo mikið fyrir B.A ritgerðina, hlakka sjúklega mikið til að vera búin að þessu þá verður sko gert eitthvað skemmtilegt! Læt heyra í mér síðar heimspekingurinn Niklas Luhmann bíður