Oh ég var alveg viss um að ég kæmist yfir 10 kílóin í þessari viku en ég var 200 grömmum frá málinu ég er búinn að léttast um 9,8 kíló....en sko bara hress með það :)
Það gengur bara vel í skólanum, ég er búin að setja B.A ritgerðina á pásu og er að vinna á fullu í stuttmyndinni núna en það er svaka tímafrekt og ég hlakka til að vera búin, þá er enn eitt verkefnið yfirstaðið ég get ekki beðið. Ég er líka farin að kvíða prófunum í desember þar sem ég hef ekki getað lært mikið á þessari önn vegna anna við önnur verkefni. Ég er farin að skilja fólk með prófkvíða, ég var sko aldrei stressuð í skólanum heima en frammistaðan er ekki eins góð á dönsku og ég vill hún sé. Það gengur rosalega vel í verklegu fögunum enda eiga þau mikið betur við mig þar sem maður fær að búa eitthvað til mér finnst það svo gaman, en bóklegu fögin eiga svosem ágætlega við mig líka mér finnst bara stundum erfitt að rökræða almennilega á dönsku þannig að ég fæ aðeins lægri einkannir þar.
Annars var ég að fá nýja tölvu frá karlinum mínum góða, rosa flotta fartölvu sem er svaka létt með geggjuðu batteríi þannig að nú þarf ég ekki lengur að dröslast með gamla múrsteininn sem alltaf var batteríslaus í skólann hahaha, en það sem er ennþá betra er að ég fékk geðveika canon EOS400 digitalmyndavél svo nú get ég sko farið að taka crazy gæðamyndir :)
Annars er Lucas búin að vera veikur síðustu daga með ælu og hita ekki skemmtilegt
Það gengur bara vel í skólanum, ég er búin að setja B.A ritgerðina á pásu og er að vinna á fullu í stuttmyndinni núna en það er svaka tímafrekt og ég hlakka til að vera búin, þá er enn eitt verkefnið yfirstaðið ég get ekki beðið. Ég er líka farin að kvíða prófunum í desember þar sem ég hef ekki getað lært mikið á þessari önn vegna anna við önnur verkefni. Ég er farin að skilja fólk með prófkvíða, ég var sko aldrei stressuð í skólanum heima en frammistaðan er ekki eins góð á dönsku og ég vill hún sé. Það gengur rosalega vel í verklegu fögunum enda eiga þau mikið betur við mig þar sem maður fær að búa eitthvað til mér finnst það svo gaman, en bóklegu fögin eiga svosem ágætlega við mig líka mér finnst bara stundum erfitt að rökræða almennilega á dönsku þannig að ég fæ aðeins lægri einkannir þar.
Annars var ég að fá nýja tölvu frá karlinum mínum góða, rosa flotta fartölvu sem er svaka létt með geggjuðu batteríi þannig að nú þarf ég ekki lengur að dröslast með gamla múrsteininn sem alltaf var batteríslaus í skólann hahaha, en það sem er ennþá betra er að ég fékk geðveika canon EOS400 digitalmyndavél svo nú get ég sko farið að taka crazy gæðamyndir :)
Annars er Lucas búin að vera veikur síðustu daga með ælu og hita ekki skemmtilegt