Ómagasogur

Tuesday, October 23, 2007



jæja þá er bókabúnkinn fyrir B.a ritgerðina loksins búin að taka form eftir mikla leit, það er ekkert smá erfitt að finna almennilegar bókmenntir um blogg þar sem þetta er frekar nýtt viðfangsefni fræðimanna. Ég var samt svo heppin að finna 2 master verkefni um corporate blogging sem hjálpar mér rosalega mikið. Annars er allt fínt að frétta, ég er búin að missa 1,1 kíló í þessari viku og ég er bara svo ánægð að þetta gangi svona vel. Didda og Elín koma á föstudaginn og ég hlakka ógeðslega til, ég verð nú samt að gefa heimilinu make over áður en þær koma því það er sko drasl út um allt ég hef bara alls ekki haft tíma í að vera eitthvað að taka til, en ég sló grasið í garðinum í gær, sennilega í síðasta sinn því það er komið næturfrost, en það var gott að ég náði því þetta var sko sannkallaður jungel, og Lucas greyið óð grasið næstum upp í mitti til að komast í sandkassan hahaha. Við erum að passa lítill kettling í þessari viku Dorthe og Daniel eiga hann og þau eru í fríi í LaLandia, hundurinn okkar er alveg æstur í nýja leikfélagan og vill ekkert frekar en að ærslast í honum, ótrúlega gaman að fylgjast með þeim því kötturinn er alltaf að ginna hann eitthvað.

Tuesday, October 16, 2007

Jæja það gekk aðeins betur hjá mér í þessari viku en þeirri fyrir, 1,1 kíló í viðbót rokin, ég er ægilega ánægð :) Didda og Elín koma bráðum í heimsókn, ég hlakka svo til, ég er að vinna svaka mikið núna svo ég geti verið í fríi þegar þær koma. Annars er bara ósköp lítið að frétta, það var verið að bryja með nýja bólusetningu fyrir börn hérna úti, geng heilahimnubólgu og fleiru, Lucas fær hana náttúrulega líka, en ó mæ hvað hann er alltaf í bólusetningu finnst mér, hann átti reyndar að vera búin í síðustu í bili, en svo kom þessi nýja. Hann er svo fyndinn stundum alger æringi eins og Pála systir sagði. Í morgun þá reif hann upp ristina inn á klósetti og hrærði tannburstanum sínum í henni, jakkkk hann fær sko nýjan, ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að opna þessa rist hahaha.

Ég var annars að spá um daginn, það er ótrúlega langt síðan ég hef séð einhvern taka almennilegan trylling á loftgítar. Lofttrommur eru greinilega meira inn þessa dagana.

Thursday, October 11, 2007

Nýjustu fréttir héðan eru að við skelltum okkur til Svíþjóðar á síðustu helgi. Við keyrðum snemma föstudagsmorgun, stoppuðum fyrst í Ringsted til að lána afsláttarkort yfir Eyrarsundarbrúnna, svo keyrðum við til Ölby og kíktum til Rakel og co. það var ekker smá gaman að sjá stelpurnar þær eru orðnar svo stórar! Anna og Lucas léku sér svaka mikið saman, Anna brunaði um stofuna með Lucas í dúkkuvagni hahaha. En svo héldum við áfram til Svíþjóðar, en við misstum af afkeyrslunni okkar á hraðbrautinni og þurftum að keyra í gegnum miðbæinn í köben sem er alger horror sérstaklega á þeim tíma sem við vorum þar...kl 4 á föstudegi!! Það seinkaði okkur um svona c.a klukkutíma, en við komumst á leiðarenda. Á laugardeginum fórum við svo með Kenneth og Helene til Lund og skoðuðum bæinn.Á bakaleiðinni til Trölleholm stoppuðum við og kíktum á svaka flotta höll, það var brúðkaup inn í höllinni og allir voru í kjólfötum, ægilega fancy. Um kvöldið spiluðum við gæðaspilið Ma Jong mæli sko alveg með því.Á sunnudeginum keyrðum við heim, við byrjuðum á því að koma við hjá Söndru, það var sko rosa stutt heimsókn, en ég náði allavega að sjá liltu gelluna, úff hún er svo sæt ég varð alveg veik, það er svo langt síðan Lucas var svona lítill. Við gátum bara stoppað svona stutt því Lucas sofnaði í bílum og ég skaust bara inn á meðan Hans sat hjá honum. Ég hafði það ekki í mér að vekja hann því það var búið að vera svo mikil óregla á honum alla helgina og hann var alveg hrikalega þreyttur greyið.

Við keyrðum svo áleiðis og þá kom bíll fyrir aftan okkur á fleygi ferð, á sama tíma vorum við að mæta bíl og þessi sem kom fyrir aftan okkur tók frammúr og rétt smaug á milli bílanna, hann var örugglega á svona cirka 100, það var sko rautt ljós beint fyrir framan hann en neinei hann keyrði fyrst yfir á öfugan vegarhelming og svo yfir á rauðu. GEÐSJÚKLINGUR allir bremsuðu líka og sendu honum fingurinn og hnefan og allt. Hjólandi sem keyrandi! Þetta var örugglega einhver á stolnum bíl!

En við héldum áfram til Ringsted að skila kortinu og svo komum við aðeins við hjá föðurömmu hans Hans hún hefur nefninlega aldrei séð Lucas, hún er sko gamalt hrukkudýr og dálítið skrugga. Svo var hún alltaf að fela sig og segja BÖ við Lucas ég átti alveg erfitt með mig því hann varð dálítið hræddur við hana, skiljanlega hún hélt fyrir andlitið og svo opnaði og hún lófana og sagði BÖÖÖ og við blasti svakalega hrukkótt andlit, með fáar svartar tennur og uppglennt augu, ekki skrítið að barnið hafi verið skelfingu lostið! Svo þegar við vorum að fara þá potaði hún í rassinn á mér með stafnum sínu og skrækti "buxurnar þínar eru allt og síðar þú treður á þeim". hahaha

En jæja best að fara að vinna eitthvað. Ég er by the way ekkert búin að léttast í þessari viku ég bætti hinsvegar 600 grömmum á mig. Það finnst mér dálítið umhugsunarvert því ég borðaði smá óhollt í Svíþjóð en ekki sérlega mikið. Það þarf bara ekkert til að ég bæti á mig!

Tuesday, October 02, 2007

Jæja nýjustu tölurnar komnar inn og nú er ég bara 1 1/2 kg frá að vera jafn þung og ég var áður en ég varð ólétt..en ég ætla samt sko að reyna að losa mig við cirka 20 kg allt í allt, nú eru semsagt bara tæplega 13 eftir :)

Annars er allt fínt að frétta við vorum hjá tengdó á laugardaginn, keyrðum yfir landamærin og keyptum gos fyrir svíana sem við erum að fara að heimsækja um helgina. Svo fórum við til Höjer á málverkasýningu hjá Merethe úr mæðrahópnum og keyptum eitt listaverk. Ógeðslega flott ég tek mynd af því og skelli inn þegar ég fæ það, en það er fyrst í nóvember þegar sýningin er búin.

Við ætlum svo að renna til Svíþjóðar um helgina, við byrjum á þvi að koma aðeins við hjá Rakel í Köge og höldum við til Eslöv, það er nú bara pínu norðar en Malmö og stoppum yfir helgina hjá Kenneth og Helena, svo á leiðinni heim ætlum við örugglega að stoppa hjá Söndru og kíkja á gersemina litlu jiii mér hlakkar svo til :)

Lucas hann var svo fyndinn um helgina, ég var inn í eldhúsi að smyrja nesti, þegar mér fannst eitthvað óvejnu hljóðlátt á ganginum, þá tókst honum með einhverju móti að opna baðherbergishurðina og svo var hann bara sestur ofaní balan sinn (sem var vatn í) ægilega glaður í baði í öllum fötunum. (Bara eins gott að hann datt ekki, en ég var nú alveg við hliðina á þannig að ég hefði heyrt það)