Jæja það gekk aðeins betur hjá mér í þessari viku en þeirri fyrir, 1,1 kíló í viðbót rokin, ég er ægilega ánægð :) Didda og Elín koma bráðum í heimsókn, ég hlakka svo til, ég er að vinna svaka mikið núna svo ég geti verið í fríi þegar þær koma. Annars er bara ósköp lítið að frétta, það var verið að bryja með nýja bólusetningu fyrir börn hérna úti, geng heilahimnubólgu og fleiru, Lucas fær hana náttúrulega líka, en ó mæ hvað hann er alltaf í bólusetningu finnst mér, hann átti reyndar að vera búin í síðustu í bili, en svo kom þessi nýja. Hann er svo fyndinn stundum alger æringi eins og Pála systir sagði. Í morgun þá reif hann upp ristina inn á klósetti og hrærði tannburstanum sínum í henni, jakkkk hann fær sko nýjan, ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að opna þessa rist hahaha.
Ég var annars að spá um daginn, það er ótrúlega langt síðan ég hef séð einhvern taka almennilegan trylling á loftgítar. Lofttrommur eru greinilega meira inn þessa dagana.
Ég var annars að spá um daginn, það er ótrúlega langt síðan ég hef séð einhvern taka almennilegan trylling á loftgítar. Lofttrommur eru greinilega meira inn þessa dagana.