Ómagasogur

Thursday, October 11, 2007

Nýjustu fréttir héðan eru að við skelltum okkur til Svíþjóðar á síðustu helgi. Við keyrðum snemma föstudagsmorgun, stoppuðum fyrst í Ringsted til að lána afsláttarkort yfir Eyrarsundarbrúnna, svo keyrðum við til Ölby og kíktum til Rakel og co. það var ekker smá gaman að sjá stelpurnar þær eru orðnar svo stórar! Anna og Lucas léku sér svaka mikið saman, Anna brunaði um stofuna með Lucas í dúkkuvagni hahaha. En svo héldum við áfram til Svíþjóðar, en við misstum af afkeyrslunni okkar á hraðbrautinni og þurftum að keyra í gegnum miðbæinn í köben sem er alger horror sérstaklega á þeim tíma sem við vorum þar...kl 4 á föstudegi!! Það seinkaði okkur um svona c.a klukkutíma, en við komumst á leiðarenda. Á laugardeginum fórum við svo með Kenneth og Helene til Lund og skoðuðum bæinn.Á bakaleiðinni til Trölleholm stoppuðum við og kíktum á svaka flotta höll, það var brúðkaup inn í höllinni og allir voru í kjólfötum, ægilega fancy. Um kvöldið spiluðum við gæðaspilið Ma Jong mæli sko alveg með því.Á sunnudeginum keyrðum við heim, við byrjuðum á því að koma við hjá Söndru, það var sko rosa stutt heimsókn, en ég náði allavega að sjá liltu gelluna, úff hún er svo sæt ég varð alveg veik, það er svo langt síðan Lucas var svona lítill. Við gátum bara stoppað svona stutt því Lucas sofnaði í bílum og ég skaust bara inn á meðan Hans sat hjá honum. Ég hafði það ekki í mér að vekja hann því það var búið að vera svo mikil óregla á honum alla helgina og hann var alveg hrikalega þreyttur greyið.

Við keyrðum svo áleiðis og þá kom bíll fyrir aftan okkur á fleygi ferð, á sama tíma vorum við að mæta bíl og þessi sem kom fyrir aftan okkur tók frammúr og rétt smaug á milli bílanna, hann var örugglega á svona cirka 100, það var sko rautt ljós beint fyrir framan hann en neinei hann keyrði fyrst yfir á öfugan vegarhelming og svo yfir á rauðu. GEÐSJÚKLINGUR allir bremsuðu líka og sendu honum fingurinn og hnefan og allt. Hjólandi sem keyrandi! Þetta var örugglega einhver á stolnum bíl!

En við héldum áfram til Ringsted að skila kortinu og svo komum við aðeins við hjá föðurömmu hans Hans hún hefur nefninlega aldrei séð Lucas, hún er sko gamalt hrukkudýr og dálítið skrugga. Svo var hún alltaf að fela sig og segja BÖ við Lucas ég átti alveg erfitt með mig því hann varð dálítið hræddur við hana, skiljanlega hún hélt fyrir andlitið og svo opnaði og hún lófana og sagði BÖÖÖ og við blasti svakalega hrukkótt andlit, með fáar svartar tennur og uppglennt augu, ekki skrítið að barnið hafi verið skelfingu lostið! Svo þegar við vorum að fara þá potaði hún í rassinn á mér með stafnum sínu og skrækti "buxurnar þínar eru allt og síðar þú treður á þeim". hahaha

En jæja best að fara að vinna eitthvað. Ég er by the way ekkert búin að léttast í þessari viku ég bætti hinsvegar 600 grömmum á mig. Það finnst mér dálítið umhugsunarvert því ég borðaði smá óhollt í Svíþjóð en ekki sérlega mikið. Það þarf bara ekkert til að ég bæti á mig!