Ómagasogur

Tuesday, September 18, 2007

Ég var ekki alveg eins dugleg í átakinu í vikunni sem leið, enda freistingar á hverju horni, við vorum boðin í villibráð hjá tengdó á laugardaginn og svo fórum við út að borða á sunnudaginn. Í forrétt fékk ég rækju í chilimarinaði, aðalrétt ægileg spareribs með piparsósu og kartöflubátum og svo pönnuköku með ís í eftirrétt..namm namm. En ég hef samt hrist af mér hálft kíló, ég verð bara að taka extra á því í þessari viku og léttast um 1,5 hahaha. Annars er bara allt fínt að frétta, ég á að halda fyrirlestur í skólanum á næsta miðvikudag, þannig að það er nóg að gera í þessari viku að undirbúa hann. Lucas er alltaf hress, ég er að gera allskonar leiki með honum núna sem styrkja jafnvægið, hann er svo valtur greyið :) hann fer upp á stóran bolta og svo vagga ég honum fram og til baka og svo ýti ég honum hægt og rólega í hringi á skrifborðstólum, við erum líka dugleg að fara út að róla og svoleiðis.
Ég fór að spá í gær, ég borða dálítið mikið af kjúkling, örugglega svona 1/2 kjúkling á viku jafnvel meira, hvað ætli ég sé þá búin að borða marga kjúklinga á ævinni. Lítum aðeins nánar á það. Ég dreg náttúrulega 1 ár frá þar sem ég borðaði örugglega engan kjúkling fyrsta árið. En 1/2 kjúlli á viku í heilt ár eru 26 kjúklingar. Útfrá því get ég séð að ég hef rifið í mig 624 saklausa kjúklinga yfir ævina, spáið í því það er bara heilt kjúklingabú!!!