Ómagasogur

Wednesday, September 12, 2007

Jæja það er víst kominn tími á blogg. Hér er allt fínt að frétta, ég er alveg að drukkna í verkefnum fyrir vinnu og skóla, en það gengur bara þó nokkuð vel. Ég er búin með Toy Story verkefnið og er að byrja á annari ritgerð sem á að fjalla um stjórnun í "þekkingar"fyrirtækjum, eins og t.d google þar sem þekking hvers starfsmans er mikilæg og sérhæfð, þ.e það á að fjalla um hvernig er best að safna og deila þekkingunni. Er ekki alveg að nenna að byrja, en illu er best af lokið. Ég er líka að byrja á B.A verkefninu mínu og ég er loksins búin að ákveða hvað það á að fjalla um. Það á að fjalla um trúverðuleika fyrirtækjabloggs, þ.e afhverju fyrirtæki velja að blogga og hvernig almenningur lítur á bloggið. Annars gengur aðhaldið bara fram úr vonum, ég er búin að hrista af mér rétt tæplega 5 kílóum á 3 vikum, bara að þetta gangi svona áfram þá verð ég slim áður en ég veit af hahaha langar að losna við cirka 15 í viðbót, en sjáum nú til. Chow for now :)