Ómagasogur

Thursday, August 30, 2007

Fyrsti dagurinn í skólanum var í gær, það var ótrúlega gaman og mikið spennandi framundan! Við fengum að vita hvaða fög við erum í á þessari og næstu önn, næsta önn verður sko geðveik þá lærum við að markaðssetja uppfinningar og koma fyrirtækjum á laggirnar! Hlakka sko til!

Í gær var voða rólegur dagur við fengum rúnstykki og hittum kennarana og svo áttum við að búa til auglýsingaherferð fyrir Ellerten sem er danskur rafmagnsbíll það var ótrúlega gaman. En það fyndnasta var að þegar kennararnir voru að kynna sig uppgvötuðum við að það var LEÐURBLAKA í stofunni, hún hékk á haus í einu horninu og svo tók hún á flug og lenti á gardínunni rétt fyrir ofan hausinn á mér og þar klifraði hún upp og hékk svo þar til það kom kall og náði í hana, hann ýtti henni ofan í fötu og henti henni svo út og þá flaug hún bara í burtu. Þetta er í fyrsta sinn ég sé leðurblöku svona nálægt, ótrúlega skrítin dýr!

En jæja best að halda áfram með Toy Story verkefnið. Chow for now :)

Monday, August 27, 2007

Ósköp lítið að frétta hér á bæ, en engar fréttir eru góðar fréttir ekki satt! Lucas fer í 15 mánaða bólusetningu á morgun vona að hann verði ekki lasinn af henni því ég á að byrja í skólanum ekki á morgun heldur hinn. Þá byrja ég á hinu faginu mínu sem heitir Organisatorisk kommunikation, ef ég á að þýða það þá myndi ég kalla þetta fyrirtækjasamskifti á íslensku. Við lærum allt um samskifti í stofnum bæði útá við og innávið, við lærum að skrifa bæklinga og fréttaefni fyrir hönd stofnana og fyrirtækja og lærum allt um samskifti innan fyrirtækja og hvernig er best að leggja plan til að breyta þeim. Ógó spennandi!!!

Ég rembist annars bara eins og rjúpan við staurinn að reyna að klára þau verkefni sem sitja á hakanum, bæði frá önninni sem ég átti Lucas og þessari önn, það er ekkert sem ég hef fallið í, ég á bara eftir að skila, það er frjáls skilatími en til að geta útskrifast næsta sumar verð ég að skila þeim í síðasta lagi í janúar, svo það verði búið að fara yfir þau og svoleiðis. En það er hægara sagt en gert, með skólan vinnuna, Lucas og allt annað, ég byrjaði samt í dag og skrifaði 5 blaðsíður um remediering í Toy Story og hvað animation lánar úr kvikmyndum og hefdbundnum teiknimyndum, þá eru bara 10 síður eftir í því verkefni 1/3 búin jejejeje :)

Saturday, August 18, 2007

Úff ég hef sjaldan óttast jafn mikið um heilsu mína eins og í gær! Þetta byrjaði alltsaman í fyrradag þegar ég var, eins og oft áður, stungin af mýflugu. Ekkert athugavert við það nema hvað að mýbitið bólgnaði allsvakalega, það er á ökklanum...

Svo í gær byrjuðu að myndast blöðrur og það fór að leka úr þeim, svo fór að koma allskonar útbort á löppina á mér eldrauð sem leituðu upp legginn...mér fór ekki að standa á saman og um 3 leitið voru útbroðin komin upp að hné...þá fór ég til læknis og hann sagði að ég hefði fengið bakteríusýkingu í mýbitið..ég fékk pensilín og krem við ofsakláða, (þetta klæjar ólýsanlega). Hann sagði að þetta gæti orðið eitthvað verra en ætti að stoppa á morgun og svo dragast úr því aftur...

Frá kl 15:00 og þar til í gærkvöldi þá varð þetta ekki bara aðeins verra..þetta varð hryllingur..ég varð öll blettótt á leggnum og það rauða rákin hélt áfram að stíga uppá við (þetta líktist sko blóðeitrun) allur fótleggurinn bólgnaði og það var ógeðslega vont að stíga í hann..en það versta af öllu var kláðinn mig langaði að stinga sjálfan mig í fótinn eða flá húðina að með ostaskera! Ég svaf nánast ekkert í nótt bæði að áhyggjum og kláða, kl 4 í nótt var rauða rákin komin upp allan legginn en hún stoppaði svo guð sé lof 2-3 cm frá náranum. Bólgan er að mestu leiti farin en kláðin er ennþá. Ég var svo hrædd í gær, ég hét í fullri alvöru að ég myndi missa fótinn, þetta leit svo hrikalega út, bara eins og úr verstu hryllingsmynd! ÉG HATA MÝFLUGUR!!!!!!

Tuesday, August 14, 2007

Ég var í nauðungarfríi í dag þar sem internetið okkar var bilað, það er sko svakalegt þegar það gerist þegar maður er að vinna eingöngu á netinu! En ég nýtti tíman vel og sló garðinn, það tók sko allan daginn, það var orðinn svo mikill frumskógur þarna úti! Ég þurfti að bæta bensíni á vélina nokkru sinnum og það er svo mikið slegið gras útí garði núna að það er örugglega nóg til að fóðra hest í einn vetur!! Annars er bara ósköp lítið að frétta við Hans ætlum að skella okkur út að borða á næstu helgi, við familían förum svo bráðum í frí til Svíþjóð bara í eina helgi veit samt ekki alveg hvenær eina helgi í september líklega. En jæja besta að fara að vinna upp tímatapið í dag..og svona by the way allir að skella inn uppskrift á vefuppskriftir.com :)

Thursday, August 02, 2007

Jæja nú er íslenska uppskriftasíðan loksins tilbúin, og mig langar að biðja alla að fara inn á http://www.vefuppskriftir.com/ og bæta við að minnsta kosti einni uppskrift og endilega segjið öllum vinum ykkar að gera það líka! Það gerir vinnuna mína miklu auðveldari þá þarf ég ekki að skrifa svona mikið á dönsku hahaha

Annars er voðalega lítið að frétta Hans átti afmæli í gær og ég gaf honum þvílíka músamottu úr gleri ægilega fancy. Lucas gaf honum flotta peysu og mamma hans og pabbi gáfu honum skó og auðvitað girðinguna sem við erum löngu búin að setja upp. Það var ekkert teiti mamma hans og pabbi komu og við grilluðum. Við ætlum bara að fara út að borða á næstu helgi og svo þegar ég elda íslenska lamabalærið sem liggur í frystinum bjóðum við Dorthe og Daniel í mat. Á laugardaginn fer ég svo í afmæli hjá Söndru og Orra og á sunnudagsmorguninn förum við í afmæli hjá ömmu hans Hans þannig að það verður nóg um að vera um helgina!

Annars langar mig bara að óska Kareni og Sigga til hamingju með litlu barónessuna sem ákvað loksins að láta sjá sig :)