Ómagasogur

Thursday, August 30, 2007

Fyrsti dagurinn í skólanum var í gær, það var ótrúlega gaman og mikið spennandi framundan! Við fengum að vita hvaða fög við erum í á þessari og næstu önn, næsta önn verður sko geðveik þá lærum við að markaðssetja uppfinningar og koma fyrirtækjum á laggirnar! Hlakka sko til!

Í gær var voða rólegur dagur við fengum rúnstykki og hittum kennarana og svo áttum við að búa til auglýsingaherferð fyrir Ellerten sem er danskur rafmagnsbíll það var ótrúlega gaman. En það fyndnasta var að þegar kennararnir voru að kynna sig uppgvötuðum við að það var LEÐURBLAKA í stofunni, hún hékk á haus í einu horninu og svo tók hún á flug og lenti á gardínunni rétt fyrir ofan hausinn á mér og þar klifraði hún upp og hékk svo þar til það kom kall og náði í hana, hann ýtti henni ofan í fötu og henti henni svo út og þá flaug hún bara í burtu. Þetta er í fyrsta sinn ég sé leðurblöku svona nálægt, ótrúlega skrítin dýr!

En jæja best að halda áfram með Toy Story verkefnið. Chow for now :)