Ómagasogur

Thursday, August 02, 2007

Jæja nú er íslenska uppskriftasíðan loksins tilbúin, og mig langar að biðja alla að fara inn á http://www.vefuppskriftir.com/ og bæta við að minnsta kosti einni uppskrift og endilega segjið öllum vinum ykkar að gera það líka! Það gerir vinnuna mína miklu auðveldari þá þarf ég ekki að skrifa svona mikið á dönsku hahaha

Annars er voðalega lítið að frétta Hans átti afmæli í gær og ég gaf honum þvílíka músamottu úr gleri ægilega fancy. Lucas gaf honum flotta peysu og mamma hans og pabbi gáfu honum skó og auðvitað girðinguna sem við erum löngu búin að setja upp. Það var ekkert teiti mamma hans og pabbi komu og við grilluðum. Við ætlum bara að fara út að borða á næstu helgi og svo þegar ég elda íslenska lamabalærið sem liggur í frystinum bjóðum við Dorthe og Daniel í mat. Á laugardaginn fer ég svo í afmæli hjá Söndru og Orra og á sunnudagsmorguninn förum við í afmæli hjá ömmu hans Hans þannig að það verður nóg um að vera um helgina!

Annars langar mig bara að óska Kareni og Sigga til hamingju með litlu barónessuna sem ákvað loksins að láta sjá sig :)