Ómagasogur

Tuesday, August 14, 2007

Ég var í nauðungarfríi í dag þar sem internetið okkar var bilað, það er sko svakalegt þegar það gerist þegar maður er að vinna eingöngu á netinu! En ég nýtti tíman vel og sló garðinn, það tók sko allan daginn, það var orðinn svo mikill frumskógur þarna úti! Ég þurfti að bæta bensíni á vélina nokkru sinnum og það er svo mikið slegið gras útí garði núna að það er örugglega nóg til að fóðra hest í einn vetur!! Annars er bara ósköp lítið að frétta við Hans ætlum að skella okkur út að borða á næstu helgi, við familían förum svo bráðum í frí til Svíþjóð bara í eina helgi veit samt ekki alveg hvenær eina helgi í september líklega. En jæja besta að fara að vinna upp tímatapið í dag..og svona by the way allir að skella inn uppskrift á vefuppskriftir.com :)