Ómagasogur

Sunday, September 24, 2006

ég var ekki búin að skrá mig inn á msn svo lengi að það eyddist bara og nú var ég að opna það aftur og ég er ekki með neinn inná lengur..þannig að ef þið eruð með mig á msninu viljið þið þá senda aftur contact á silla12@torg.is ógeðslega pirrandi því ég var með fullt af liði frá útlöndum sem ég get ekki haft samband við aftur..nema í gegnum msn þannig að ég er bara búin að missa samband við þau!! urrr arg og garg
hæ hó hér er allt fínt að frétta, við fengum nýja glugga í höllina um helgina og svo verður gengið almennilega frá í kringum þá á næstu helgin.

á föstudaginn fór ég til kolding og keypti svakaleg walkie talkie sem virka líka eins og baby alarm, svo gátum við still það svona að það er hægt að heyra í þeim á lögregluskannanum í bílnum þannig að ef hans er einhverstaðar að vesenast innan 5 km radíus get ég bara opnað fyrir walkien og gólað..komdu þér heim!!

í gær fórum við svo heim til tengdó og hjálpuðum þeim að kljúfa við fyrir veturinn, um kvöldið fengum við svo villibráð..nánar tiltekið dádýr..mmm svaka gott bambamamma namminammi:)

í dag höfum við svo bara tekið því rólega og keyptum pizzu ég keyrði svo til vamdrup að ná í hana þá hafði einhver annar komið og tekið pizzuna okkar, úff hvað ég varð pirruð afþví að það er ágætlega langt að keyra og Lucas var vakandi og fúll heima með pabba sínum þannig að ég var geggjað stressuð..ég sagði þeim bara að gera nýja handa okkur, ég kom svo aftur eftir 20 mín og heimtaði afslátt sem ég fékk þannig að það var í lagi

Lucas er alltaf jafn fyndinn, hann vill ekki sjá grautinn sem ég er að reyna að venja hann á, hann tryllist um leið og hann sér skeiðina. Svo í gær var hann að stripplast og pissaði upp í loftið, ég náði ekki að stoppa bununa, sem endaði í andlitinu á honum og í munninum, en hann varð bara svaka hissa og hló svo, þá hlýtur grauturinn að vera hrikalegur ef hann er verri en piss

við vorum svo úti á palli að leika og það skreið kónguló upp á hendina á honum, hann varð alveg skelfingu lostinn og rak upp skaðræðis öskur þangað til við fjarlægðum óargardýrið þá var allt í lagi aftur hahaha

Thursday, September 21, 2006

Í dag fór ég út í ráðhús til að fylla út umsókn fyrir dagmömmu handa gæjanum, svo þrumaði hann einum svona líka stórum í bleiuna og ég þurfti að fara inn á bað að skipta á honum, það var ekkert skiptiborð þannig að ég skipti á honum gólfinu (á ferðaskiptipúða) svo skellti ég honum í burðarpokann og beygði mig niður til að pakka saman, þá bergmálaði hrikalegt hljóð í eyrum mér, ég varð náföl og ætlaði ekki að trúa eigin eyrum..en við nánari athugun varð ekki umflúið..buxurnar mínar rifnuðu í klofinu!!!!! sko alveg frá rennilási og upp að streng að aftan..ég var bara í g þannig að allt var til sýnis, ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, það var ekki annað að gera en að skella skiptitöskunni yfir á bak, taka til fótanna og vona það besta...svo hljóp ég bara út í bíl með barnið skoppandi framan á mér og rasskinnarnar hangandi út úr buxunum..eins gott að ég var ekki í strætó segi ég nú bara!!

Tuesday, September 19, 2006

ég skrifaði einn bókstaf vitlausan í urlinu mínu og kom inn á þessa síðu hahaha

er búin að skella myndskeiði af húsinu okkar og Lucasi að hjala inn á barnalandið undir myndskeið/video

skrifa meira seinna prinsinn þarf athygli :)

Monday, September 18, 2006

hæ hó ég ætlaði að segja ykkur frá sundinu með Lucas..þannig var að ég hringdi í sundlaugina í Vamdrup og spurði hvað það kostaði og hvort þau ættu að vera með sundbleiu og um hitastigið á vatninu...og það var bara ógeðslega fúll karl sem svaraði..hann sagði að vatnið væri 30 gráður þá spurði ég hvort það væri ekki kalt fyrir þau og þá sagði hann að ef ég vildi heitara vatn þá mætti ég bara fara eitthvað annað! þá sagði ég að ég spurði nú bara því ég hafði lesið að það ætti að vera minnst 32 gráður og þá sagði hann jájá það er gott hjá þér að lesa, það eru bara mömmurnar sem vilja hafa vatnið heitt og ég hef sko séð börn busla í sjónum í 22 gráðu heitu vatni, þá sagði ég að það væri enginn sem færi með nokkura vikna gamalt barn í sjóinn og svo kom bara fyrirlestur um þegar hann var á vesturströndinni og blablabla.

Ég og Dorthe fórum svo með krógana okkar bara til að prófa, það virkaði bara ein sturta, það var enginn staður að leggja þau til að skipta á þeim og bunana í sturtunni var svo hörð að ég fékk illt í húðina og glætan að ég myndi skella honum þar undir svo var laugin svo köld að hann varð hálf bláleitur greyið og fannst ekkert gaman..við ætlum semsagt aldrei aftur þangað og förum til kolding á morgun í heita laug og miklu betri aðstöðu.

Hann er orðinn alger bolla og nú er ekki lengur nóg fyrir hann að fá mjólk þannig að ég fór í búðina í dag og keypti velling sem hann fær að prófa að drekka í kvöld fyrir svefninn, hann er nefninlega byrjaður að vakna einu sinni á klukkutíma til að drekka sem þýðir að ég gef honum og hann sofnar svo get ég lagt hann í rúmið og svo get ég sofið í max hálftíma 20 mín og svo er hann vaknaður aftur..það gengur ekki!

Annars er bara allt fínt að frétta það er alveg brálað að gera eftir að ég er byrjuð í skólanum aftur, ég efast mjög um að ég nái þessu öllu, ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér því 2 próf er hóppróf, þannig að við eigum að skila einni könnun og einni stuttmynd í hóp og svo eigum við að skila skýrslu hver fyrir sig, en ég er ekki i neinu hóp því ég mæti voða lítið í skólann..ég verð að reyna að leysa það einhverveginn, sækja um undantekningu eða eitthvað!

Löggan í Odense hringdi svo í mig á dögunum þeir eru kannski búnir að finna skemmdarvarginn sem braut rúðurnar í bílnum okkar og ef hann verður dæmdur fáum við bætur wwweeee :)

jæja nú verð ég að fara að lesa

hey hafið þið pæl í því hvað þvottaefnis auglýsingar gera mikið úr því hvað fötin verða mjúk ef maður notar þetta og þetta þvottaefni...flest föt eru mjúk from the get go..allavega eru mín föt ekki glerhörð áður en ég set þau í þvottavélina..já nema kannski sokkarnir hans Hans haha

Thursday, September 14, 2006

LOKSINS LOKSINS..já stundin er runnnin upp..það sem allir hafa beðið eftir (ímynda ég mér) internetið er komið til Ödis!! þetta er ótrúlegt mér hefur verið útvíst úr samfélagi siðmenntraða í fleiri mánuði..ég var horfin aftur í steinöld..en nú sný ég tvíelfd aftur og URLIÐ gefur mér byr undir báða vængi!!! Ég ákvað að dreipa á maltinu og appelsíninu sem Jóhanna og Svanlaug komu með handa mér í mai, svona að tilefni dagsins..en svo var bölvað appelsínið útrunnið..mér er nær að geyma það fyrir sérstakt tilefni, ég hellti því í garðinn í von um að þar vaxi tignarlegt Egilstré sem verður óþrjótandi brunnur lúffengra gosdrykkja..og hvað hef ég lært af þessu..ef maður á eitthvað gotterí þá á maður að gleipa það í sig eins fljótt og unnt er!!!

Úff þetta hefur satt best að segja verið svakaleg reynsla að vera internetlaus, svona á öldum ljósvakans..ég er gríðarlega háð því! 3 mánuðir á netsins, sem betur fer hefur verið nóg að gera og tíminn líður hratt á gervihnattaöld, ef mér leifist að vitna í orð Magnúsar Eiríkssonar.

En hér er annars allt fínt að frétta Lucas blómstrar..hann hjalar svo mikið að maður fær næstum því hausverk..hann er samt alltaf svo fyndinn lítill mömmustrákur, við fórum í sund á mánudaginn..segi betur frá því síðar. En í gær var ég í Vamdrup að verlsa og fannst alltaf eins og það væri eitthvað í hárinu á mér..ég renndi höndunum oft og mörgum sinnum í gegnum hárið án árangurs..svo þegar ég var að keyra heim þá varð mér litið í spegilinn og það sat bara feit og slímug ógeðisengispretta á hárspönginni minni..úfff hrollur hrollur!!! jæja ég vildi bara boða komu mína aftur á tölvuskerminn ég skelli inn myndum af húsinu góða á næstu dögum..