Ómagasogur

Thursday, September 14, 2006

LOKSINS LOKSINS..já stundin er runnnin upp..það sem allir hafa beðið eftir (ímynda ég mér) internetið er komið til Ödis!! þetta er ótrúlegt mér hefur verið útvíst úr samfélagi siðmenntraða í fleiri mánuði..ég var horfin aftur í steinöld..en nú sný ég tvíelfd aftur og URLIÐ gefur mér byr undir báða vængi!!! Ég ákvað að dreipa á maltinu og appelsíninu sem Jóhanna og Svanlaug komu með handa mér í mai, svona að tilefni dagsins..en svo var bölvað appelsínið útrunnið..mér er nær að geyma það fyrir sérstakt tilefni, ég hellti því í garðinn í von um að þar vaxi tignarlegt Egilstré sem verður óþrjótandi brunnur lúffengra gosdrykkja..og hvað hef ég lært af þessu..ef maður á eitthvað gotterí þá á maður að gleipa það í sig eins fljótt og unnt er!!!

Úff þetta hefur satt best að segja verið svakaleg reynsla að vera internetlaus, svona á öldum ljósvakans..ég er gríðarlega háð því! 3 mánuðir á netsins, sem betur fer hefur verið nóg að gera og tíminn líður hratt á gervihnattaöld, ef mér leifist að vitna í orð Magnúsar Eiríkssonar.

En hér er annars allt fínt að frétta Lucas blómstrar..hann hjalar svo mikið að maður fær næstum því hausverk..hann er samt alltaf svo fyndinn lítill mömmustrákur, við fórum í sund á mánudaginn..segi betur frá því síðar. En í gær var ég í Vamdrup að verlsa og fannst alltaf eins og það væri eitthvað í hárinu á mér..ég renndi höndunum oft og mörgum sinnum í gegnum hárið án árangurs..svo þegar ég var að keyra heim þá varð mér litið í spegilinn og það sat bara feit og slímug ógeðisengispretta á hárspönginni minni..úfff hrollur hrollur!!! jæja ég vildi bara boða komu mína aftur á tölvuskerminn ég skelli inn myndum af húsinu góða á næstu dögum..