Ómagasogur

Thursday, September 21, 2006

Í dag fór ég út í ráðhús til að fylla út umsókn fyrir dagmömmu handa gæjanum, svo þrumaði hann einum svona líka stórum í bleiuna og ég þurfti að fara inn á bað að skipta á honum, það var ekkert skiptiborð þannig að ég skipti á honum gólfinu (á ferðaskiptipúða) svo skellti ég honum í burðarpokann og beygði mig niður til að pakka saman, þá bergmálaði hrikalegt hljóð í eyrum mér, ég varð náföl og ætlaði ekki að trúa eigin eyrum..en við nánari athugun varð ekki umflúið..buxurnar mínar rifnuðu í klofinu!!!!! sko alveg frá rennilási og upp að streng að aftan..ég var bara í g þannig að allt var til sýnis, ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, það var ekki annað að gera en að skella skiptitöskunni yfir á bak, taka til fótanna og vona það besta...svo hljóp ég bara út í bíl með barnið skoppandi framan á mér og rasskinnarnar hangandi út úr buxunum..eins gott að ég var ekki í strætó segi ég nú bara!!