hæ hó hér er allt fínt að frétta, við fengum nýja glugga í höllina um helgina og svo verður gengið almennilega frá í kringum þá á næstu helgin.
á föstudaginn fór ég til kolding og keypti svakaleg walkie talkie sem virka líka eins og baby alarm, svo gátum við still það svona að það er hægt að heyra í þeim á lögregluskannanum í bílnum þannig að ef hans er einhverstaðar að vesenast innan 5 km radíus get ég bara opnað fyrir walkien og gólað..komdu þér heim!!
í gær fórum við svo heim til tengdó og hjálpuðum þeim að kljúfa við fyrir veturinn, um kvöldið fengum við svo villibráð..nánar tiltekið dádýr..mmm svaka gott bambamamma namminammi:)
í dag höfum við svo bara tekið því rólega og keyptum pizzu ég keyrði svo til vamdrup að ná í hana þá hafði einhver annar komið og tekið pizzuna okkar, úff hvað ég varð pirruð afþví að það er ágætlega langt að keyra og Lucas var vakandi og fúll heima með pabba sínum þannig að ég var geggjað stressuð..ég sagði þeim bara að gera nýja handa okkur, ég kom svo aftur eftir 20 mín og heimtaði afslátt sem ég fékk þannig að það var í lagi
Lucas er alltaf jafn fyndinn, hann vill ekki sjá grautinn sem ég er að reyna að venja hann á, hann tryllist um leið og hann sér skeiðina. Svo í gær var hann að stripplast og pissaði upp í loftið, ég náði ekki að stoppa bununa, sem endaði í andlitinu á honum og í munninum, en hann varð bara svaka hissa og hló svo, þá hlýtur grauturinn að vera hrikalegur ef hann er verri en piss
við vorum svo úti á palli að leika og það skreið kónguló upp á hendina á honum, hann varð alveg skelfingu lostinn og rak upp skaðræðis öskur þangað til við fjarlægðum óargardýrið þá var allt í lagi aftur hahaha
á föstudaginn fór ég til kolding og keypti svakaleg walkie talkie sem virka líka eins og baby alarm, svo gátum við still það svona að það er hægt að heyra í þeim á lögregluskannanum í bílnum þannig að ef hans er einhverstaðar að vesenast innan 5 km radíus get ég bara opnað fyrir walkien og gólað..komdu þér heim!!
í gær fórum við svo heim til tengdó og hjálpuðum þeim að kljúfa við fyrir veturinn, um kvöldið fengum við svo villibráð..nánar tiltekið dádýr..mmm svaka gott bambamamma namminammi:)
í dag höfum við svo bara tekið því rólega og keyptum pizzu ég keyrði svo til vamdrup að ná í hana þá hafði einhver annar komið og tekið pizzuna okkar, úff hvað ég varð pirruð afþví að það er ágætlega langt að keyra og Lucas var vakandi og fúll heima með pabba sínum þannig að ég var geggjað stressuð..ég sagði þeim bara að gera nýja handa okkur, ég kom svo aftur eftir 20 mín og heimtaði afslátt sem ég fékk þannig að það var í lagi
Lucas er alltaf jafn fyndinn, hann vill ekki sjá grautinn sem ég er að reyna að venja hann á, hann tryllist um leið og hann sér skeiðina. Svo í gær var hann að stripplast og pissaði upp í loftið, ég náði ekki að stoppa bununa, sem endaði í andlitinu á honum og í munninum, en hann varð bara svaka hissa og hló svo, þá hlýtur grauturinn að vera hrikalegur ef hann er verri en piss
við vorum svo úti á palli að leika og það skreið kónguló upp á hendina á honum, hann varð alveg skelfingu lostinn og rak upp skaðræðis öskur þangað til við fjarlægðum óargardýrið þá var allt í lagi aftur hahaha