Ómagasogur

Monday, June 30, 2008

Ég hoppaði hæð mína rétt í þessu....úff ég er svo ánægð ég gæti grenjað ég var að fá hæstu einkunn (12) fyrir ótrúlega erfitt verkefni..og ekki nóg með það heldur voru aðeins 2 aðrir sem fengu 12 af 30 manna bekk..ekkert smá geðveikt gaman :) svo er ég líka búin að fá einkunnina náð (það er bara náð eða fallin) fyrir annað verkefni í dag, þá ég er bara eftir að fá 2 einkunnir og þær koma örugglega ekki fyrr en í ágúst þar sem allir í háskólanum eru í fríi í júlí.

En svona í tilefni þess að ég er búin í prófum þá ákvað ég að drita inn einni bumbumynd, og sónarmyndinni frá 13 vikna sónarnum, það kemur þó 20 vikna mynd von bráðar (við förum í sónar aftur þann níunda). Til gamans fór ég í sama bol og þegar ég var ólétt af Lucasi svo að auðveldara sé að bera saman bumburnar, ég er miklu meira ólétt út um allt núna...hmmm ætli þetta sé strákur eða stelpa get sko ekki beðið eftir að komast að því!!

Það er hægt að smella á myndirnar til að stækka þær


13 vikna hálfbaun (sko hálf-dani, ekki hálft barn ;)


18 vikur með 2008-gorminn rosa bumba borið saman við að á myndinni hér fyrir neðan er ég 29 vikur á leið með Lucas og bumban er næstum því jafn stór!!! Enda margir búnir að spyrja hvort þetta séu tvíburnar..en nei við erum búin að láta tjékka og það er bara eitt þarna inni :)




En hvað haldið þið..stelpa eða strákur?

Verð aðeins að skjóta þessu inn...þetta er krakki að hlæja í sló mó, hrikalega fyndið algert dímónabarn

Wednesday, June 25, 2008

jæja kærir hálsar ég náði sko með stæl í dag :) fékk 7 (c.a 8 á ísl.) úff ég varð ekkert smá geðveikt ánægð ég átti alls alls ekki von á því :)...bara aðeins að láta að vita af örlögum mínum...en nú ætla ég að chilla aðeins og horfa á sex and the city og the happening jejeje það er alveg ótrúlega undarlegt að eiga ekki að byrja á nýju verkefni á morgun...en ég er víst ansi langt eftir á í vinnunni...svo er Ísland næst á dagskrá..22 dagar til stefnu :)

Tuesday, June 24, 2008

VÁ hvað ég er ekki að meika meira...en ég má nú ekki gefast upp á síðustu metrunum..prófið er á morgun og ég næ varla að undirbúa mig mikið meira..ég get lesið í kvöld ásamt því að setja saman niðurlagið á power pointið og svo er ég bara í, vonandi miskunnsömum, höndum kennarans og prófdómara...ég hef aldrei verið svo illa undirbúin fyrir próf áður, ó mæ ó mæ ég er alveg með í maganum..bara ef ég fæ 02(það er það sem áður hét 6 og það er lægsta einkunn til að ná) þá verð ég ánægð..sjæshe hvað ég er stressuð...

Saturday, June 21, 2008

úff tvær ritgerðir á 1 viku..done!! Nú er bara 1 munnlegt próf eftir og það er á miðvikudaginn..kvíði ógeðslega viðbjóðslega fyrir er sko ekki vel undirbúin...og þetta er bara það fag í allri minni skólgöngu sem ég vill síst falla í því þetta er þvílíkur horbjóður að ég kæri mig sko ekki um að taka þetta aftur...

Þannig að ég bið alla um að biðja fyrir mér og mínu munnlegaprófi á miðvikudaginn hehehe

kominn 17 vikur í dag og er með jafn stóra bumbu og ég var þegar ég var komin c.a 30 vikur með Lucas, annars gengur svaka vel og ég fer í sónar næst þann 9 júlí..get ekki beðið...hvaða kyn ætli þetta sé?

Monday, June 16, 2008

ég varð bara að skella þessum myndböndum inn..ég veit eiginlega ekki afhverju mér finnst þetta fyrsta svona fyndið en ég grenja úr hlátri í hvert sinn sem ég sé það:



Svo er þetta nú gott blast from the past...crazy hjólabuxur og ennþá meira crazy pokabuxur:



Þetta þótti nú ægilega heitt á sínum tíma..svaka kýlidans



og ég gæti haldið endalaust áfram..en ég geymi eitthvað til seinna...og svo á ég líka að vera að læra :)

Thursday, June 12, 2008

púff þá er ég búin að skila enn einni ritgerðinni og það var sko á ögurstundu! Ég kom 5 mín í 12 til ritarans og það er ekki tekið á móti verkefnum eftir klukka 12 ég var alveg að teikna síðustu sketsana hérna heima klukkan 10:30 og ætlaði ég að prenta ritgerðina og þá varð prentarinn bleklaus þannig ég varð að bruna á bókasafnið í Kolding til að prenta og mitt í öllu varð sá prentari papírslaus þannig að ég var að finna karl til að ná í pappír (hann er lætstur inni..sko pappírinn ekki karlinn) og svo dreif ég mig að prenta og borga..ljósrita sketsurnar og svo rauk ég að stað til Odense kl 11...úf úff þvílíkt stress...þannig að núna er bara spennufall

Hey það var einhver gaur að banka hann er að selja myndir og segist vera atvinnulaus..ég var ekki alveg að nenna að tala við hann þannig að ég sagði bara nei ég er að vinna...smá kaldhæðni þar hahaha
Svona fólk fer ógeðslega í taugarnar á mér það á ekkert að vera að banka uppá og biðja um ölmusu það getur bara farið og selt hlutina sína á markaði þar sem fólk hefur yfirleitt meiri áhuga á að kaupa frekar en að vera að þraungva sér inn á fólk...kallið mig bara harðbrjósta en ég er ekkert að trúa þessu liði það er örugglega moldríkt

En allavega við skelltum okkur í dagsferð til Heidi í þýskalandi á laugardaginn síðastliðinn Ulla og Flemming voru í helgarferð og buðu okkur að kíkja (þetta er ekkert svo langt frá landamærunum) það var ótrúlega gaman við tókum því rólega og ég gat aðeins gleymt prófstressinu í smá stund. Við kíktum á svaka stóran markað og Hans keypti sér kvartbuxur, svo fengum við rosa góðar þýskar pulsur (þær eru svona þykkar og kryddaðar) og fórum svo aftur á hótelið og skelltum okkur í wellness...ekkert smá nice allskonar gufuböð og sturtur og rosa góður heitipottur fyrir einn þar sem maður setti pening i og svo rann vatnið í og bobblaði í ákveðinn tíma... Lucas var sko alveg að fíla wellnessið hann sat á kantinum á heitapottinum og buslaði með fótunum

en það var einhver eld eld gamall gaur sem gekk um nakinn ég snéri mér við og sá bara allt í einu einhvern hangandi krumpurass!!! Sem betur fer sá ég ekki meira en það ahaha en hann hefur örugglega verið með einhverja þurrkaða sveskju framan á sér hahaha

En jæja best að leggja sig aðeins og fara svo að byrja á næstu ritgerð....það gæti nú samt verið að ég bíði með það þangað til á morgun er sko ekki að meika meira! 2 ritgerið og 1 munnlegt eftir!

Monday, June 02, 2008

úps ég skrifaði víst smá vitlaust í síðustu færslu okkur var semsagt ekki seinkað svona geðveikt mikið (frá 16 nóv til 7 des) heldur bara frá 26 nóv til 7 des og þykir mér nóg um hahaha það gengur samt bara svaka vel og ég tek næstum ekkert eftir því að ég sé ólétt..fyrir utan mikla matarlist og sístækkandi bumbu

Ég er annars búin að vinna myrkranna á milli síðustu daga og í gærkvöldi kláraði ég svo þær ritgerðir sem ég er að fara að skila eftir smá stund..úff ég vona svo innilega að ég nái..sérstaklega öðru faginu þvi ritgerðin er skrifuð á 3. dögum, fyrir fag sem ég hef ekki lesið bókmenntirnar og aldrei mætt í tíma í hahaha (tímarnir voru svo seint á daginn) þannig ég er sko bjartsýn..en vonandi næ ég samt :)
Ég er nú þegar búin að ná einu prófi, það var engin einkunn bara náð/fallin... en þá er allavega 1 búið jabbadabbadú!

Svo er ég víst búin aðeins seinna en ég hélt..ekki fyrr en 30 júni!!! En ég útskrifast samt 27 júni..dálítið spes. En þá kemst ég víst ekki í brúðkaupið hjá Matta og Elínu, úff ég væri sssvvvoooo mikið til í að fara mér finnst svo mikið að missa af svona stórum viðburði, en sem betur fer koma þau sennilega aðeins við hjá okkur á leið í brúðkaupsferðina miklu :)

Ég er farin að hlakka svaka mikið til að koma heim í sumar og sérstaklega til að fara vestur..ég hef sko ekki komið á æskuslóðirnar í 4 ár!!!

En jæja best að fara að bruna til Odense í nýja kagganum og skila 2 prófdjöflum...þá eru "bara" 3 ritgerðir og 1 munnlegt eftir