Ómagasogur

Friday, February 22, 2008

Halló halló hér er allt fínt að frétta, það gengur bara allt sinn vanagang, vinna og skóli alveg að gera sig, samt sjúkasta önn nokkurtíman, alveg brjálað að gera!! Ég náði prófinu sem ég skilaði á ögurstundu og fékk bara mjög fína einkunn :)

Ég er búin að kynnast íslenskri stelpu í skólanum, hún er með mér í einu fagi (Karen þú veist alveg pottþétt hver það er, hún er frá Ólafsfirði. Hún er svaka fín, alltaf gaman að hitta íslendinga, ég hef nú samt hitt voða fáa slíka í skólanum, það er þá aðallega að maður hitti einhverja í gengnum hina íslendingan sem maður þekkir í DK

Á morgun erum við að fara til Ringsted í afmæli og svo er það bara Ísland eftir vikur BABY :) ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá ykkur, vona að ég geti hitt sem flesta, annars ætlum við að koma aftur í sumar, enda svo margar giftingar í vændum.

Ég er búin að skella fullt af myndum á barnó.

Monday, February 11, 2008

Hér er allt í besta standi ég bíð enn spennt eftir einkunnunum mínu...öll á nálum sko! Ég verð svo að fara að komast í aðhaldi aftur það varð ósköp lítið úr því í prófunum því ég borðaði bara það sem var hendi næst nánast hehehe og auðvitað nammi líka og sittlítið að hvoru. þannig að ég er ekkert búin að léttast í desember og janúar og því sem af er febrúar því miður ég hefði sko geta verið búin að hrista af mér 15 kílóum í viðbót á þessum tíma maður! En það þýðir víst ekkert að kvarta og kveina ég verð bara að komast í gírinn aftur!!!
Við Hans og Lucas fórum annars út að borða á laugardaginn var svona til að halda upp á afmælið mitt, fengum svaka góðan hádegisverð á Lucca í Kolding. Svo fórum við Dorthe með ormana í sund á sunnudaginn, um leið og við stigum út úr bílum steig dagmamman hans Lucasar út úr bílum við hliðina á, þá var hún líka á leið í sund með fjölskyldunni sinni, þvílík tilviljun! En Lucas og Victoria eru svo sæt saman, alltaf að leiðast ægilegt par, og svo gefur Lucas henni alltaf með þegar hann fær eitthvað gott og hún þakkar pent fyrir sig, ægileg krútt. Eftir sundið fórum við svo niður á höfn á þann sveittasta grillbar sem ég hef augum litið, ég fór og tjékkaði broskarlana þeirra áður en ég pantaði (allir veitingastaðir eru skyldugir til að sýna hverskonar broskarl þeir fengu þegar matvælaeftirlitið kom í heimsókn síðast) en það var samt brosandi broskarl þannig að ég reið á vaðið og pantaði franskar. Öll skiltin voru upplituð og það var ógeðsleg fúkkafíla þarna inni, en það var samt fullt af fólki þannig að þetta er vinsæl búlla.
En nú er bara 18 dagar þangað til ég kem heim, júbbý hú ég hlakka svo til :)

Friday, February 08, 2008

hæ hó kæru vinir og takk fyrir allar kveðjurnar í gær, ótrúlega gaman að það séu svona margir sem muna eftir afmælinu mínu :) ég gerði nú ekki mikið fór í skólan frá 8-15 og svo pöntuðum við pizzu í tilefni dagsins, ég vildi bara slappa eins mikið af og mögulegt var..svona til að hlífa gömlum skrokknum hahaha. Ulla og Flemming koma svo í kvöld og borða hjá okkur og við Lucas og Hans förum svo út að borða á Lucca í Kolding á laugardaginn, ætlum bara að skella okkur á svona hádegisverðarhlaðborð, það er víst ferlega gott.

Ég tel sko niður dagan þangað til við förum heim, vona samt að veðrið verði aðeins betra en í gær þegar við komum hahaha

Ég var annar að horfa á Idolið í gær, mér finnst það svo skemmtilegt þegar það byrjar og öll freakin eru með. Það var einhver gaur sem sagði, ég er sko ekki með eyeliner...heldur guyliner bwwwhahahaahha

Annars eru margir búnir að tala um að það sé svo erfitt að ná í mig og númerin virki ekki og svona þannig að nú kemur smá guide til að hringja í mig :)

Byrjum á byrjuninni gemsanúmerið mitt er: (+45) 41260115

Ef þið hringjið úr gsm notið þá landnúmerið +45 og svo númerið mitt, en ef þið hringjið úr heimasíma notið þá 0045 og svo númerið mitt. Það er dálítið sambandslaust þar sem ég bý þannig að það getur verið betra að hringja í heimasíman, sendið mér bara sms til að fá heimanúmerið (munið að senda sms með landanúmerinu sem sagt í +4541260115) ég er líka með skype það er sylviaros. Nú hlýtur þetta bara að virka :)

En úff ég fékk að vita í gær að það eru 2 fallnir í organisatorisk kommunikation og tekstproduktion og analyse vonandi er ég ekki ein af þeim, verkefnið mitt var náttúrulega ekki prentað í lit þannig að bara það getur verið fall!! Við fengum líka að vita að einkunnirnar eiga að koma í þessari viku þannig að ég er alltaf að kíkja. Ég var annars að byrja að læra á InDesign í gær, ó já snilldar snilldar prógramm, með photoshop og InDesign saman í liði getur maður bara búið til allt mögulegt ógeðslega sniðugt.

En jæja best að fara að vinna, ég hlakka til að sjá ykkur eftir 22 daga!

Friday, February 01, 2008

Lesið með lagið allir dansa kónga í huga... ég er búin að skila, ég er búin að skila, dú dú dú dú dú dú!

Kláraði B.A ritgerðina í gær og skilaði henni svo í morgun, úff þegar ég var að prenta í gærkvöldi byrjaði prentarinn eitthvað að hósta og ég var alveg með öndina í hálsinum, en þetta reddaðist hahaha

Þá kemur yfirlitið yfir janúar
1 stuttmynd
1 munnlegt próf
1 skriftlegt próf
1 B.a ritgerð
og cirka 4500 lesnar síður

ég er að springa úr stolti að bara ná að skila hahaha en ég veit nú samt ekki hvort verkefnið var alveg nógu gott, ég vona samt að það sé nóg til að ná og svo verð ég bara að rokka feitt í masternum hahaha

Lucas er alltaf hress, hann var á grímuballi í gær, hann var trúður og sló kötinn úr tunnunni, sælgætinu ringdi yfir hann og hann var náttúrulega alsæll, svo fékk hann kórónu fyrir vikið!

Hann fékk líka að sitja í traktor um daginn og það var bara toppurinn, nú heitir allt traktor!

Við erum að fara í afmæli til föðurömmu hans Hans úff ég er ekki að nenna því, hún er svo mikið skass, ætli hún poti ekki aftur í mig með stafnum hahahaha

Nú hlakka ég bara svo ótrúlega mikið til að koma heim, vona samt að veðrið verði orðið eitthvað smá betra þá.

nú ætla ég að fara og skila b.a bókunum því ég er komin með ógeð af að horfa á þær og svo ætla ég að kasta mér á sófan og gera bara ekkert...næs næs næs

en hey ég var í sturtu í morgun og hurðinni var bara hallað aftur, svo var ég eitthvað að syngja og hundurinn kom alveg æðandi inn til að tjekka hvort það væri verið að myrða mig eða eitthvað, þegar hann heyrði þetta ýlfur hahaha