Ómagasogur

Friday, February 01, 2008

Lesið með lagið allir dansa kónga í huga... ég er búin að skila, ég er búin að skila, dú dú dú dú dú dú!

Kláraði B.A ritgerðina í gær og skilaði henni svo í morgun, úff þegar ég var að prenta í gærkvöldi byrjaði prentarinn eitthvað að hósta og ég var alveg með öndina í hálsinum, en þetta reddaðist hahaha

Þá kemur yfirlitið yfir janúar
1 stuttmynd
1 munnlegt próf
1 skriftlegt próf
1 B.a ritgerð
og cirka 4500 lesnar síður

ég er að springa úr stolti að bara ná að skila hahaha en ég veit nú samt ekki hvort verkefnið var alveg nógu gott, ég vona samt að það sé nóg til að ná og svo verð ég bara að rokka feitt í masternum hahaha

Lucas er alltaf hress, hann var á grímuballi í gær, hann var trúður og sló kötinn úr tunnunni, sælgætinu ringdi yfir hann og hann var náttúrulega alsæll, svo fékk hann kórónu fyrir vikið!

Hann fékk líka að sitja í traktor um daginn og það var bara toppurinn, nú heitir allt traktor!

Við erum að fara í afmæli til föðurömmu hans Hans úff ég er ekki að nenna því, hún er svo mikið skass, ætli hún poti ekki aftur í mig með stafnum hahahaha

Nú hlakka ég bara svo ótrúlega mikið til að koma heim, vona samt að veðrið verði orðið eitthvað smá betra þá.

nú ætla ég að fara og skila b.a bókunum því ég er komin með ógeð af að horfa á þær og svo ætla ég að kasta mér á sófan og gera bara ekkert...næs næs næs

en hey ég var í sturtu í morgun og hurðinni var bara hallað aftur, svo var ég eitthvað að syngja og hundurinn kom alveg æðandi inn til að tjekka hvort það væri verið að myrða mig eða eitthvað, þegar hann heyrði þetta ýlfur hahaha