Ómagasogur

Monday, February 11, 2008

Hér er allt í besta standi ég bíð enn spennt eftir einkunnunum mínu...öll á nálum sko! Ég verð svo að fara að komast í aðhaldi aftur það varð ósköp lítið úr því í prófunum því ég borðaði bara það sem var hendi næst nánast hehehe og auðvitað nammi líka og sittlítið að hvoru. þannig að ég er ekkert búin að léttast í desember og janúar og því sem af er febrúar því miður ég hefði sko geta verið búin að hrista af mér 15 kílóum í viðbót á þessum tíma maður! En það þýðir víst ekkert að kvarta og kveina ég verð bara að komast í gírinn aftur!!!
Við Hans og Lucas fórum annars út að borða á laugardaginn var svona til að halda upp á afmælið mitt, fengum svaka góðan hádegisverð á Lucca í Kolding. Svo fórum við Dorthe með ormana í sund á sunnudaginn, um leið og við stigum út úr bílum steig dagmamman hans Lucasar út úr bílum við hliðina á, þá var hún líka á leið í sund með fjölskyldunni sinni, þvílík tilviljun! En Lucas og Victoria eru svo sæt saman, alltaf að leiðast ægilegt par, og svo gefur Lucas henni alltaf með þegar hann fær eitthvað gott og hún þakkar pent fyrir sig, ægileg krútt. Eftir sundið fórum við svo niður á höfn á þann sveittasta grillbar sem ég hef augum litið, ég fór og tjékkaði broskarlana þeirra áður en ég pantaði (allir veitingastaðir eru skyldugir til að sýna hverskonar broskarl þeir fengu þegar matvælaeftirlitið kom í heimsókn síðast) en það var samt brosandi broskarl þannig að ég reið á vaðið og pantaði franskar. Öll skiltin voru upplituð og það var ógeðsleg fúkkafíla þarna inni, en það var samt fullt af fólki þannig að þetta er vinsæl búlla.
En nú er bara 18 dagar þangað til ég kem heim, júbbý hú ég hlakka svo til :)