Ómagasogur

Saturday, July 21, 2007

I dag vorum við familían í afmæli hjá Victoriu litlu við fórum til Dorthe og Daniel í gær að hjálpa smá og svo borðuðum við pizzu í morgun mættum við svo kl 9:00 til að skera, smyrja , baka og blanda, já það var sko nóg að gera, gestirnir komu kl 12:00 og við nutum kræsingana ég bjó meðal annars til brauðtertu sem er sjaldséð sjón í danaveldi og hún vakti svei mér lukku :)

En sem annað er að þegar gestirnir voru að byrja að koma þá stóðum við Dorthe, systir hennar og ég ennþá í eldhúsinu að skera ávexti í ávaxtasalatið þá kemur einhver karl inn að heilsa upp á okkur og hann segir, "jæja hver stendur hér, Dorthe komdu blessuð, já og hér er systir hennar hæhæ og hver er nú þetta segir hann og ég sný mér við og þá segir hann já og mamma hennar komdu sæl" Ég var sko fljót að segja "ég er sko ekki mamma hennar góði minn ég er vinkona hennar" díses ég er nú bara 2 árum eldri en Dorthe ég var ekkert smá móðguð, en ég hugga mig við það að hann var með alger flöskubotnagleraugu og er örugglega hálf blindur eða fatlaður eða eitthvað hahaha allavega vitstola!!

En góðu fréttirnar eru þær að ég fékk sko dúndurverkefni í vinnunni, þegar við gefum út íslensku síðuna, sem verður næstu daga á ég að skrifa í blöðin bæði íslensk og dönsk, geggjað þá fæ ég að prófa að vera blaðafulltrúi, mig langar svo að verða það þegar ég er búin með skólann, blaðafulltrúi fyrir danfoss eða eitthvað annað stórt :)

Svo er nú bráðum afmæli hjá Söndru og Hans á líka afmæli þann 1. ágúst þá ætlum við að fara út að borða ókeypis hahaha

Thursday, July 12, 2007

Júbbí ég er svo glöð ég var að fá skemmtilegt verkefni í vinunni. Ég fer út að borða einu sinni í mánuði fyrir max 4000 krónur (má auðvitað eyða meiru en þá er það á minn reikning) og svo á ég að skrifa um veitingastaðinni, ég verð svona matargagnrýnandi hahaha en gaman :)

Wednesday, July 11, 2007

Ég fór allt í einu að spá, nú eru barbapabbarnir að féflétta saklausa foreldra, svo er auðvitað bangsímon, andrés önd og múmínálfarnir...en ein vanmetnasta persóna á branding markaðnum er örugglega Einar Áskell hvenær fær hann uppreisn æru :)

Thursday, July 05, 2007

Það eru stórframkvæmdir á Fløjbjergvej 10, um daginn settum við upp girðingu í garðinum og svo var verið að sandblása allt húsið í gær..je dúdda mía ég hef aldrei upplifað annað eins, við Lucas vorum heima því dagmamman er í sumarfríi, og þvílík læti...mér leið líka eins og við værum í sóttkví..við komust ekki út og það var plast fyrir öllum gluggum..minnti einhverra hluta vegna á E.T !! Vegna hávaða gat Lucas heldur ekki fengið miðdegislúr þannig að það var "góður" kokteill á boðstólnum fyrir mig: blanda af óánægju/þreytu öskrum og læti frá vélunum = hausverkur!

Annars er bara allt fínt að frétta, það er búið að rigna í aldir alda finnst mér en loksins var þurrviðrisdagur í dag..ég vona að það haldi þar sem ég á von á móturhjólaferðalöngum í heimsókn og það er sko ekkert gaman að spæna þjóðvegina á móturhjóli í rigningu. Lucas er orðinn mikill spjallikarl, hann segir mamma, pabbi, datt, þetta, steinn, takk, já, nei, Diego og ullabjakk og auðvitað fullt af bulli líka, svo er hann orðinn svo duglegur að labba hann spænir út um allt á fullri ferð, það er svo fyndið að sjá þessa litlu leggi hreyfast svona hratt :)

Við vorum annars að fjárfesta í videomyndavél til að festa prinsinn á filmu, Hans seldi lófatölvuna sína á tvöföldu kaupsverði og við keyptum videovélina í staðinn