Ómagasogur

Sunday, February 25, 2007

jæja góðir hálsar hér er smá blogg eftir gúrkutíð í bloggheiminum:)

gaman að geta þess eftir allar þessar fréttir um vonsku veður hér í DK þá var landinu skift í tvennt,sjáland, norður-, austur- og hluti vestur jótlands urðu þakin snjó sum staðar hátt í tveggja metra skaflar á meðan það féll ekki snjókorn af himni hér á suður jótlandi og heldur ekki á fjóni, þannig að ég hef getað keyrt í skólan áhyggjulaus, að vísu kom dálítið íslag hér í fyrradag því það er búið að rigna svo mikið og svo kom smá frost, en það er allt horfið núna.

við Hans skelltum okkur í heimsókn til tengdó í gær, borðuðum dýrindis kvöldmat og svo brunuðum við heim aftur til að koma guttanum í bólið, nema hvað að það var ekkert svo mikið bensín á bílnum en við ákáðum bara að taka bensín á leiðinni. Svo þegar við vorum komin svona c.a hálfa leið þá var hraðbrautin lokuð vegna óhapps. Löggan og slökkvuliðið var á staðnum og við máttu bara gjöra svo vel að bíða í röð í meira en klukkutíma, sem hefði ekki verið neitt mál ef við hefðum haft meira bensín, mælirinn byrjaði að blikka og spennan magnaðist í bílnum. Við drápum á honum því við þorðum ekki annað. Svo loksins þegar við máttum fara af stað silaðist umferið hægt og bítandi af stað, það voru c.a 8 km til næstu bensínstöðvar, við náðum í síðasta augnabliki og það var ekki meira en hálfur líter eftir á bílnum!!! Lucas var ótrúlega góður kvartaði ekki neitt, sat bara að leika sér og sofnaði svo þessi elska gott að eiga svona góðan krúttaling

En ekki nóg með það þegar við vorum komin heim þá var bara rigning á efri hæðinni, það hafði ringt inn á háaloftið (það er ekki búið að gera húsið upp að utanverðu) og það var farið að leka í gegn, við skelltum bara nokkrum fötum upp og fórum svo í bólið. Svo þegar ég vaknaði í morgun og ætlaði að kveikja ljósið sló allt út, aftur og aftur. Við rétt náðum sambandi við útleigjandan okkar sem var annars af fara til Tékklands aðeins hálftíma síðar, en hann skrúfaði ljósin úr og þá kom bara buna niður úr hverju og einu! En eftir að hann hreynsaði vírana þá gátum við slegið til aftur. Það byrjaði samt að leka niður á neðri hæðina áðan, þannig að við verðum bara að vona það besta því leigjandi kemur ekki heim fyrr en eftir viku.

Annars er Lucas alltaf jafn kátur og hress kominn með 5 tennur og hvað eina, nú labbar hann meðfram öllu, og blabbar endalaust. Svo þegar hann á að fara að sofa þá stendur hann bara upp og hangir í rimlunum óþekktarpúkinn!

Tuesday, February 20, 2007

nú sit ég í tíma en það er pása, það er pínu vont að skrifa þar sem ég skar mig allsvakalega um daginn, aulinn ég var að nota svona töfrasprota og rak puttan í hnífinn sem fór af stað og skar mig 4 sinnum í vísifingurinn!! ég rak upp skaðræðist öskur og greyið Hans fékk svo mikið sjokk að hann skalf eins og hrýsla lengi á eftir hehehe


annars er mest lítið að frétta nema hvað að ruslakarlarnir eru í verkfalli og þeir taka ekki ruslið hjá okkur í dag, þeir eru búin að vera í verkfalli í Árósum í 2 vikur en byrjuðu í afganginum af landinu í morgun, þannig að það liggja matarafgangar og bleiur og rotna fyrir utan húsið okkar í óákveðinn tíma ÓGEÐ!!

Monday, February 12, 2007

það hringi fyrir stuttu ungur maður frá Jyllandsposten að reyna að selja áskrift, ég svaraði, kynnti mig að sjálfsögðu og viti menn haldið þið ekki að hann hafi sagt "eru mamma eða pabbi þinn heima" ?

ég vissi ekki alveg hverju ég átti að svara, þannig að ég sagði bara að foreldrar mínir byggju ekki hér, hann varð ekkert smá kindarlegur í röddinni greyið maðurinn. En ég ætti kannski bara að þakkað mínu sæla að hafa svona líka unglega rödd þegar ég er 25 hahaha

Saturday, February 10, 2007

takk fyrir allar hamingjuóskirnar á afmælisdeginum mínum, gaman að það hringi svona margir þó ég eigi heima í útlöndum :) ég er annars búin að fá fullt af gjöfum..réttara sagt pening og búin að kaupa fullt fyrir hann! Meðal annars, gallabuxur, jakka, heyrartól, liðajárn og skrifborð, svo fékk ég ennþá meiri pening í dag og fyrir hann ætla ég að kaupa, gardínustangir, skrifborðsstól og salatskálar.


Ég keypti sko skrifborðið notað fyrir 400 DKK, og við sóttum það í gær, í skápnum var eitthvað klink, en það var bakvið skúffurnar, þannig að eigandinn sagði bara að við mættum hirða það þetta væru bara einhverjir smámunir hvort sem er. Svo þegar við komum heim þá tókum við skúffurnar úr og viti menn það leyndust bara fúlgur fjár heilar 600DKK þannig að eigendurnir borguðu okkur eiginlega 200DKK fyrir að taka borðið hehehehe hunda heppni segi ég nú bara!


Annars er öll fjölskyldan búin að vera með æluna síðustu daga, Lucas byrjaði á miðvikudaginn og ég á fimmtudaginn svo erum við orðin frekar hress en nú er Hans orðinn veikur, þvílíka og aðra ælupest hef ég aldrei upplifað ég var gjörsamlega andsetnin aðfaranótt föstudags, ældi og c.a 10 mín fresti VIÐBJÓÐUR!


En hér er mynd af skrifborðinu góða

Wednesday, February 07, 2007

ég finn nælonsokkana krumpast um ökklana á mér og hryggurinn sekkur saman...orðin 25,hef náð háum aldri hehhe gaman að hugsa til þess hvað mér fannst 25 ógeðslega gamalt þegar ég var lítil...finnst það ekki lengur..25 er hið nýja 20:)

ætla að taka frí í dag og kíkja í storcenteret Hans tók líka frí þannig að við ætlum bara að kíkja í búðir og borða ís :)

Sunday, February 04, 2007

jedúdda mía,það var þáttur á tv3 rétt í þessu sem heitir á frummálinu love me, love my doll,og fjallaði um menn sem eru ástfangnir af dúkkum, svokölluðum the real dolls, það eru dúkkur sem eru gríðarlega raunverulegar úr einhverskonar gúmmí sem er alveg eins og húð. En sumir eru sko alveg með lausa skrúfu, einn hann elskaði dúkkuna sína og talaði við hana, fór með henni á rúntinn og keypti dýr föt fyrir hana. Annar tók myndir af sér með dúkkunum sínum, hann átti þónokkur stykki og leit á myndirnar sem fjölskyldumyndir. Enn annar hann talaði um dúkkuna eins og alvöru manneskju, hér er Schance hún sefur, "góðan daginn ástin mín, já ég saknaði þín líka ogblablabl" þetta var alveg sláandi þáttur, verksmiðjan sem framleiðir dúkkurnar selur c.a 400 á ári í öllum stærðum og gerðum, óléttar, gamlar og allt...já margt er skrýtið í kýrhausnum!!!

Friday, February 02, 2007

ég byrja víst ekki aftur í skólanum fyrr en á þriðjudaginn, þannig að ég er bara heima að húsmæðrast í rólegheitunum,þannig að það er ekkert svo mikið að frétta, ég er farin að leita að nýrri vinnu, þar sem ég á að byrja að vinna 1 mai, ég vona að ég finni eitthvað fjölmiðlatengt, en ef ekki þá tek ég bara það sem býðst

en kíkið á þetta, er ekki í lagi með suma!!!