Ómagasogur

Saturday, February 10, 2007

takk fyrir allar hamingjuóskirnar á afmælisdeginum mínum, gaman að það hringi svona margir þó ég eigi heima í útlöndum :) ég er annars búin að fá fullt af gjöfum..réttara sagt pening og búin að kaupa fullt fyrir hann! Meðal annars, gallabuxur, jakka, heyrartól, liðajárn og skrifborð, svo fékk ég ennþá meiri pening í dag og fyrir hann ætla ég að kaupa, gardínustangir, skrifborðsstól og salatskálar.


Ég keypti sko skrifborðið notað fyrir 400 DKK, og við sóttum það í gær, í skápnum var eitthvað klink, en það var bakvið skúffurnar, þannig að eigandinn sagði bara að við mættum hirða það þetta væru bara einhverjir smámunir hvort sem er. Svo þegar við komum heim þá tókum við skúffurnar úr og viti menn það leyndust bara fúlgur fjár heilar 600DKK þannig að eigendurnir borguðu okkur eiginlega 200DKK fyrir að taka borðið hehehehe hunda heppni segi ég nú bara!


Annars er öll fjölskyldan búin að vera með æluna síðustu daga, Lucas byrjaði á miðvikudaginn og ég á fimmtudaginn svo erum við orðin frekar hress en nú er Hans orðinn veikur, þvílíka og aðra ælupest hef ég aldrei upplifað ég var gjörsamlega andsetnin aðfaranótt föstudags, ældi og c.a 10 mín fresti VIÐBJÓÐUR!


En hér er mynd af skrifborðinu góða