Ómagasogur

Sunday, February 25, 2007

jæja góðir hálsar hér er smá blogg eftir gúrkutíð í bloggheiminum:)

gaman að geta þess eftir allar þessar fréttir um vonsku veður hér í DK þá var landinu skift í tvennt,sjáland, norður-, austur- og hluti vestur jótlands urðu þakin snjó sum staðar hátt í tveggja metra skaflar á meðan það féll ekki snjókorn af himni hér á suður jótlandi og heldur ekki á fjóni, þannig að ég hef getað keyrt í skólan áhyggjulaus, að vísu kom dálítið íslag hér í fyrradag því það er búið að rigna svo mikið og svo kom smá frost, en það er allt horfið núna.

við Hans skelltum okkur í heimsókn til tengdó í gær, borðuðum dýrindis kvöldmat og svo brunuðum við heim aftur til að koma guttanum í bólið, nema hvað að það var ekkert svo mikið bensín á bílnum en við ákáðum bara að taka bensín á leiðinni. Svo þegar við vorum komin svona c.a hálfa leið þá var hraðbrautin lokuð vegna óhapps. Löggan og slökkvuliðið var á staðnum og við máttu bara gjöra svo vel að bíða í röð í meira en klukkutíma, sem hefði ekki verið neitt mál ef við hefðum haft meira bensín, mælirinn byrjaði að blikka og spennan magnaðist í bílnum. Við drápum á honum því við þorðum ekki annað. Svo loksins þegar við máttum fara af stað silaðist umferið hægt og bítandi af stað, það voru c.a 8 km til næstu bensínstöðvar, við náðum í síðasta augnabliki og það var ekki meira en hálfur líter eftir á bílnum!!! Lucas var ótrúlega góður kvartaði ekki neitt, sat bara að leika sér og sofnaði svo þessi elska gott að eiga svona góðan krúttaling

En ekki nóg með það þegar við vorum komin heim þá var bara rigning á efri hæðinni, það hafði ringt inn á háaloftið (það er ekki búið að gera húsið upp að utanverðu) og það var farið að leka í gegn, við skelltum bara nokkrum fötum upp og fórum svo í bólið. Svo þegar ég vaknaði í morgun og ætlaði að kveikja ljósið sló allt út, aftur og aftur. Við rétt náðum sambandi við útleigjandan okkar sem var annars af fara til Tékklands aðeins hálftíma síðar, en hann skrúfaði ljósin úr og þá kom bara buna niður úr hverju og einu! En eftir að hann hreynsaði vírana þá gátum við slegið til aftur. Það byrjaði samt að leka niður á neðri hæðina áðan, þannig að við verðum bara að vona það besta því leigjandi kemur ekki heim fyrr en eftir viku.

Annars er Lucas alltaf jafn kátur og hress kominn með 5 tennur og hvað eina, nú labbar hann meðfram öllu, og blabbar endalaust. Svo þegar hann á að fara að sofa þá stendur hann bara upp og hangir í rimlunum óþekktarpúkinn!