nú sit ég í tíma en það er pása, það er pínu vont að skrifa þar sem ég skar mig allsvakalega um daginn, aulinn ég var að nota svona töfrasprota og rak puttan í hnífinn sem fór af stað og skar mig 4 sinnum í vísifingurinn!! ég rak upp skaðræðist öskur og greyið Hans fékk svo mikið sjokk að hann skalf eins og hrýsla lengi á eftir hehehe
annars er mest lítið að frétta nema hvað að ruslakarlarnir eru í verkfalli og þeir taka ekki ruslið hjá okkur í dag, þeir eru búin að vera í verkfalli í Árósum í 2 vikur en byrjuðu í afganginum af landinu í morgun, þannig að það liggja matarafgangar og bleiur og rotna fyrir utan húsið okkar í óákveðinn tíma ÓGEÐ!!