Ómagasogur

Saturday, December 23, 2006

Jæja nú er ég bara búin að vera á fullu að pakka í allan dag, við förum til Tinglev á morgun og svo keyrum við til Tékklands um morguninn þann 25 já eða nóttina svona um 4 leitið ég er farin að hlakka alveg svakalega til sérstaklega til að fara til Prag, ég held nú samt að við getum ekkert farið á skíði afþví að það er eiginlega enginn snjór. En jæja nú ætla ég að fara að skella í jólakonfektið það eru ekki jól á þess.. GLEÐILEG JÓL ALLIR HEIMA Á SKERINU, SAKNA YKKAR OFSALEGA MIKIÐ JÓLAKNÚS :)

Thursday, December 21, 2006

Hér er mynd af nýja kagganum...bronseldingunni góðu :)

Tuesday, December 19, 2006

STÓRFRÉTTIR STÓRFRÉTTIR við Hans erum búin að kaupa nýjan kakka..þessi heitir bronseldingin, svaka fín opel vectra, það var gömul kella sem átti hann þannig að hann er mjög vel hirtur og lítið keyrður það kemur mynd inn við fyrsta tækifæri við sækjum hann nú fyrst á morgun. Gamla silfurþruman var orðin svo léleg að það var ekki hægt að loka hurðunum nema að læsa og skella 20X hahaha og svo opnuðust þær að sjálfum sér og allar græjur.

Annars er ekkert að frétta nema að ég er að verða pínu spennt fyrir Tékklandsferðinni, er ekkert skrítið maður getur smakkað í Tékklandi..annað en allskyns bjór? Kannski uglufætur eða eitthvað hahaha

Lucas er annars orðinn svaka mikill sprellikarl, það verður alltaf að vera eitthvað action, við vorum i sundi í dag og hann buslaði og buslaði og þegar lagið úr Ólsenbræðrunum byrjaði hélt ég að krakkinn myndi drekkja mér því hann buslaði svo svakalega og skvetti í andlitið á mér og svo öskraði hann, hló og skrægti ótrúlega fyndið

Tuesday, December 12, 2006

ég skellti mér í klippingu í dag í hárgreiðsluskólanum í kolding, það var dálítið erfitt að finna þennan blessaða skóla þvi þetta er einkaskóli í íbúðarhverfi, ég sá þó á endanum stórt skilti og lagði bílnum, svo labbaði ég inn og kom inn á gang, ég labbaði svo bara áfram, og þá fattaði ég að ég var sko ekkert í skólanum heldur inn í einhverri íbúð Ó MÆ GOD ég var sko fljót að láta mig hverfa aftur, eins gott að enginn sá mig og hélt að ég væri innbrotsþjófur hahahaha en svo fann ég skólan þarna við hliðina á og fékk hina fínustu klippingu fyrir aðeins 1000 kr jeje :)

Tuesday, December 05, 2006

Í dag á Sveina kleina krúttbomba 4 ára afmæli..ji hvað tíminn er fljótur að líða, ég var einmitt að skrifa 2007 í morgun (á dagmömmusamninginn) og ég fór að spá í hvað það er stutt síðan 2000 en það eru 7 ÁR!! SJÖ ÁR OMG!!!

En já við Lucas fórum og hittum dagmömmuna hans í morgun, svona til að skoða aðstöðuna og heyra hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, hann byrjar svo í janúar, hún vikraði svaka fín og býr á risastórum sveitabæ með skóg rétt hjá þannig að þetta er gott umhverfi fyrir börn.

Í gær fórum við til Odense, ég stoppaði aðeins upp í vinnu til að segja upp og líka bara kíkja á liðið, eftir það fór ég í skólan, Lucas spjallaði svo mikið að hann yfirgnæfði kennaran hahaha

Svo komum við heim um 18 leitið og þá uppgvötaði ég að hringurinn minn var tíndur, jiii ég varð alveg miður mín því þetta var hringurinn ég fékk frá Hans á sængina. svo skrifaði ég auglýsingu á intranetið í vinnunni og það var einhver kennarinn sem fann hann og lagði hann inn á skrifstofu þannig að ég sæki hann á fimmtudaginn þegar ég fer aftur til Odense, úfffff þvílíkur léttir :)