Ómagasogur

Tuesday, December 12, 2006

ég skellti mér í klippingu í dag í hárgreiðsluskólanum í kolding, það var dálítið erfitt að finna þennan blessaða skóla þvi þetta er einkaskóli í íbúðarhverfi, ég sá þó á endanum stórt skilti og lagði bílnum, svo labbaði ég inn og kom inn á gang, ég labbaði svo bara áfram, og þá fattaði ég að ég var sko ekkert í skólanum heldur inn í einhverri íbúð Ó MÆ GOD ég var sko fljót að láta mig hverfa aftur, eins gott að enginn sá mig og hélt að ég væri innbrotsþjófur hahahaha en svo fann ég skólan þarna við hliðina á og fékk hina fínustu klippingu fyrir aðeins 1000 kr jeje :)