jæja á morgun er ég búin að vera ein heima í heila viku, þar sem bóndinn er búinn að vera í vinnunni á vakt. En það er svo sem búið að ganga ótrúlega vel, enda í nógu að snúast, ég er búin að þvo einhver barnaföt, samfellur, taubleiur, sængurföt og sængurnar. Svo bauð ég Dorthe í mat á þriðjudaginn og heimsótti Dísu loksin á föstudaginn, það var ekkert smá gaman og konan bauð upp á dýrindis brauð að vanda :)Dísa er sett rúmlega mánuði á eftir mér og hún er með svaka netta og flotta bumbu..en ég er alveg að springa hahaha.
Ég er nú samt alveg lygilega hress og ekki búin að bæta neitt mikið á mig, maginn er bara orðinn svo svakalega stór. Ég er að bíða eftir að Hans komi heim svo hann geti smellt af mér einni mynd eða svo fyrir barnó.
Í dag er ég búin að þrífa húsið þar sem það kemur "hjúkka" í heimsókn á morgun að kíkja á Lucas, svona 2 1/2 árs heimsókn þar sem er athugað hvernig barnið hefur það og hversu þroskað það er. Svo geta foreldrarnir líka nýtt tækifærið og spurt um allt mögulegt, ég ætla að spyrja út í hvernig ég fæ hann til að borða meira fjölbreytt því hann er nú svaka gikkur og svo hvernig ég á að búa hann undir komu litla barnsins (ef hægt er að gera meira en ég hef nú þegar).
En nú ætla ég að leggja lokahönd á verkið við að skúra gólfið og svo held ég fari bara að sofa, er sko búin á því!
Ég er nú samt alveg lygilega hress og ekki búin að bæta neitt mikið á mig, maginn er bara orðinn svo svakalega stór. Ég er að bíða eftir að Hans komi heim svo hann geti smellt af mér einni mynd eða svo fyrir barnó.
Í dag er ég búin að þrífa húsið þar sem það kemur "hjúkka" í heimsókn á morgun að kíkja á Lucas, svona 2 1/2 árs heimsókn þar sem er athugað hvernig barnið hefur það og hversu þroskað það er. Svo geta foreldrarnir líka nýtt tækifærið og spurt um allt mögulegt, ég ætla að spyrja út í hvernig ég fæ hann til að borða meira fjölbreytt því hann er nú svaka gikkur og svo hvernig ég á að búa hann undir komu litla barnsins (ef hægt er að gera meira en ég hef nú þegar).
En nú ætla ég að leggja lokahönd á verkið við að skúra gólfið og svo held ég fari bara að sofa, er sko búin á því!