Ómagasogur

Sunday, September 21, 2008

Við Lucas skelltum okkur í sveitaheimsókn í dag..við kíktum á kusurnar og allskonar landbúnaðargræjur og pjakkurinn var sko í essinu sínu, þetta var allt í allt einstaklega ánægjulegur dagur, en það skemmtilegast var að Lucas fór á hestbak það var ótrúlega fyndið hann var svo spenntur hann var alveg að sálast, á svakalegum skjóna (svona mínihest ;)

...ég er búin að skella fullt af myndum á barnalandið bæði í ágúst og septemberalbúmið + einni bumbumynd frá viku 26 (ég er komin 30 vikur núna) en bumban er búin að stækka sáralítið síðan þessi mynd var tekin (sem betur fer haha)ég verð víst að vera aðeins duglegri í bumbumyndatökunum!

Annars gleymdi ég alveg að segja frá því að þegar ég fór til læknisins í 26 vikna skoðunina.

Ég ætlaði að slengja mér upp á legubekkinn, svo hún gæti hlustað á hjartslátinn, ég bar mig tignarlega að...en skyndilega fór bekkurinn á fulla ferð og skaust með ofsahraða inn í skápana á veggnum með þeim afleiðingum að tréhurðin á miðjuskápnum brotnaði og datt af...frekar neyðarlegt hahaha en þetta gerðist því læknirinn gleymdi að bremsa bekkinn...sem betur fer er ég lipur sem fjallageit og gat hoppað niður áður en skápurinn splundraðist..eins gott að ég var ekki einhver gamall mjaðmasjúklingur..þá hefði ég kannski geta grætt feitt á skaðabótamáli hahaha

Tuesday, September 16, 2008

jæja góðir hálsar...hér er allt fínt að frétta..það er brjálað að gera að vanda og ég er loksins búin að fá síðustu einkunnina mína sem var bara ágæt sjöa en það er samt svaka fínt..þá er ég loksins búin að fá staðfest að ég er búin með B.A prófið :)

Það hefur verið erfitt að byrja á kandidatinum það er svakalega mikið að lesa og mörg verkefni en það hefur aðallega verið erfitt vegna þess að hugurinn hefur verið heima hjá honum Össa okkar. Maður fer að spyrja sig hvað skiftir mann máli hér í lífinu...er það sem ég er að lesa einhvers virði? Ég get án vafa notað þetta í framtíðinni...en eru alþjóðleg viðskiftasamskifti í raun og veru mikilvæg..og svarið er án vafa NEI það eru þau ekki...ekki á við vini og fjölskyldu. Ég hef samt áhuga á þessu og ætla mér að vinna við þetta í framtíðinni en maður fer að velta alvarlega fyrir sér hvernig maður forgangsraðar.

En af þungum þönkum frátöldum þá gengur lífið sitt vana gang það er ágætis veður hérna ennþá, það er samt farið að kólna ansi skart..ekki nema 10 stiga hiti í morgun...brrrrhh...Ég skelli inn fleiri myndum á barnó von bráðar...á ennþá eftir nokkrar frá ágúst

Ég fékk annars það skemmtilega verkefni í vinnunni að velja nýjan starfskraft, ég er því búin að lesa umsóknir síðustu daga og velja fólk í viðtöl, þau verða svo haldin í næstu viku þar sem ég get spurt liðið spjörunum úr hahahaha..ég stóð mig samt að því að vera ansi ströng en það er ótrúlega mikill munur á því hversu mikinn metnað fólk leggur í umsóknirnar sínar!

Wednesday, September 03, 2008

hér er allt á ferð og flugi eins og venjulega. Við erum búin að standa í stórræðum í húsinu ásamt leigusalanum okkar. Það er búið að rífa allt nema veggina á bílskúrnum og byggja hann upp aftur, en nú sem verkstæði. Það er ekki alveg búið því það vantar hurðina að framan og að múra það síðasta. Það verður geðveikt fínt að fá vatnsheldan bílskúr þar sem maður getur geymt eitthvað smá drasl. Ekki nóg með það heldur var komin mygla í vegginn á skrifstofunni minni (útaf lekanum í bílskúrshræinu). Við fluttum þess vegna allt dótið mitt, tímabundið, upp í aukaherbergið og svo var bara allt rifið upp á skrifstofunni. Það var verið að steypa nýtt gólf fyrir nokkrum dögum en það verður að þorna almennilega áður en við getum lagt parketið aftur á. Úff ég er sko strax farin að hlakka til að "flytja" aftur niður það er svo leiðinlegt að húka þarna uppi.

Annars er ég ekki enn búin að fá síðustu einkunnina mína úr BA-inu, ég hef þó fengið að vita að ég náði þannig að nú er ég bara spennt að vita hvað ég fékk mikið :) og þá ætti ég væntanlega að fá skírteinið mitt bráðlega. Kandidatinn vex mér svolítið í augum, það er svo mikið að lesa og meðal vinnuálagið er cirka 42 tímar á viku og svo er vinnan og fjölskyldan eftir...ég er sko ekkert á því að hætta ég hlakka bara geggjað til að komast í orlof, til að allavega sleppa við vinnuna...þá hef ég svona cirka mánuð til að einbeita mér að skólanum áður en barnið kemur.

Dagmamman hans Lucasar hættir á föstudaginn og hann byrjar hjá dagmömmuforeldrum (pari) á mánudaginn ég ætla rétt að vona að hann geti verið hjá þeim þangað til hann byrjar á leikskólanum (maí 09), enda komið nóg um skiftirí.
Við Lucas byrjuðum annars í leikfimi í gær (aðallega Lucas samt) það var ekkert smá gaman. Það voru sungin lög og svo bara hoppað og hlaupið og dansað....noj hann var sko trylltur snáðinn..honum fannst ógeðslega mikið stuð. Þannig að hér eftir förum við 1x í viku í barnaleikfimina ásamt Victoriu og mömmu hennar, svo verður jólashow hjá krökkunum ógeðslega krúttlegt :)

En annars langar mig að koma með eftirlýsingu. Ég er búin að týna regnbuxunum hans Lucasar og þær eru sennilega einhver staðar á Íslandi. Þær eru brúnar að utan og túrkís að innan í stærð 92. Hefur einhver séð þær...þeim er gríðarlega sárt saknað!
En jæja verð að fara til doksa í 27 vikna skoðun