Við Lucas skelltum okkur í sveitaheimsókn í dag..við kíktum á kusurnar og allskonar landbúnaðargræjur og pjakkurinn var sko í essinu sínu, þetta var allt í allt einstaklega ánægjulegur dagur, en það skemmtilegast var að Lucas fór á hestbak það var ótrúlega fyndið hann var svo spenntur hann var alveg að sálast, á svakalegum skjóna (svona mínihest ;)
...ég er búin að skella fullt af myndum á barnalandið bæði í ágúst og septemberalbúmið + einni bumbumynd frá viku 26 (ég er komin 30 vikur núna) en bumban er búin að stækka sáralítið síðan þessi mynd var tekin (sem betur fer haha)ég verð víst að vera aðeins duglegri í bumbumyndatökunum!
Annars gleymdi ég alveg að segja frá því að þegar ég fór til læknisins í 26 vikna skoðunina.
Ég ætlaði að slengja mér upp á legubekkinn, svo hún gæti hlustað á hjartslátinn, ég bar mig tignarlega að...en skyndilega fór bekkurinn á fulla ferð og skaust með ofsahraða inn í skápana á veggnum með þeim afleiðingum að tréhurðin á miðjuskápnum brotnaði og datt af...frekar neyðarlegt hahaha en þetta gerðist því læknirinn gleymdi að bremsa bekkinn...sem betur fer er ég lipur sem fjallageit og gat hoppað niður áður en skápurinn splundraðist..eins gott að ég var ekki einhver gamall mjaðmasjúklingur..þá hefði ég kannski geta grætt feitt á skaðabótamáli hahaha
...ég er búin að skella fullt af myndum á barnalandið bæði í ágúst og septemberalbúmið + einni bumbumynd frá viku 26 (ég er komin 30 vikur núna) en bumban er búin að stækka sáralítið síðan þessi mynd var tekin (sem betur fer haha)ég verð víst að vera aðeins duglegri í bumbumyndatökunum!
Annars gleymdi ég alveg að segja frá því að þegar ég fór til læknisins í 26 vikna skoðunina.
Ég ætlaði að slengja mér upp á legubekkinn, svo hún gæti hlustað á hjartslátinn, ég bar mig tignarlega að...en skyndilega fór bekkurinn á fulla ferð og skaust með ofsahraða inn í skápana á veggnum með þeim afleiðingum að tréhurðin á miðjuskápnum brotnaði og datt af...frekar neyðarlegt hahaha en þetta gerðist því læknirinn gleymdi að bremsa bekkinn...sem betur fer er ég lipur sem fjallageit og gat hoppað niður áður en skápurinn splundraðist..eins gott að ég var ekki einhver gamall mjaðmasjúklingur..þá hefði ég kannski geta grætt feitt á skaðabótamáli hahaha