Ómagasogur

Tuesday, September 16, 2008

jæja góðir hálsar...hér er allt fínt að frétta..það er brjálað að gera að vanda og ég er loksins búin að fá síðustu einkunnina mína sem var bara ágæt sjöa en það er samt svaka fínt..þá er ég loksins búin að fá staðfest að ég er búin með B.A prófið :)

Það hefur verið erfitt að byrja á kandidatinum það er svakalega mikið að lesa og mörg verkefni en það hefur aðallega verið erfitt vegna þess að hugurinn hefur verið heima hjá honum Össa okkar. Maður fer að spyrja sig hvað skiftir mann máli hér í lífinu...er það sem ég er að lesa einhvers virði? Ég get án vafa notað þetta í framtíðinni...en eru alþjóðleg viðskiftasamskifti í raun og veru mikilvæg..og svarið er án vafa NEI það eru þau ekki...ekki á við vini og fjölskyldu. Ég hef samt áhuga á þessu og ætla mér að vinna við þetta í framtíðinni en maður fer að velta alvarlega fyrir sér hvernig maður forgangsraðar.

En af þungum þönkum frátöldum þá gengur lífið sitt vana gang það er ágætis veður hérna ennþá, það er samt farið að kólna ansi skart..ekki nema 10 stiga hiti í morgun...brrrrhh...Ég skelli inn fleiri myndum á barnó von bráðar...á ennþá eftir nokkrar frá ágúst

Ég fékk annars það skemmtilega verkefni í vinnunni að velja nýjan starfskraft, ég er því búin að lesa umsóknir síðustu daga og velja fólk í viðtöl, þau verða svo haldin í næstu viku þar sem ég get spurt liðið spjörunum úr hahahaha..ég stóð mig samt að því að vera ansi ströng en það er ótrúlega mikill munur á því hversu mikinn metnað fólk leggur í umsóknirnar sínar!