Ómagasogur

Sunday, March 30, 2008

jæja það er að verða ansi langt síðan ég skrifaði síðast, hér er allt fínt að frétta Lucas er orðinn hress en er samt ennþá með smá útbrot greyið, vonandi fara þau að hverfa. Það er farið að vora hérna úti í dag var 15 stiga hiti og sól..nice :) ég hlakka til að geta farið að spranga um í pilsi og sandölum! Ég er bara búin að vera að vinna og vinna síðustu vikurnar til að ná upp tímatapinu sem veikindi ollu (ég verð að ná ákveðið mörgum tímum á mánuði til að halda S.U-inu) og á aðeins nokkra tíma eftir, ég held ég massi þá á morgun hahaha. Ég var annars að fá nýtt gigg í vinnunni og það er að bæta við fyndnum myndum á muvis.dk það er ótrúlega gaman þá er ég bara að surfa á netinu og finna fyndin video, svo skrifa ég smá grein um þau og legg þau inn í kerfið, svaka stuð og svo sé ég líka ýmis video sem kitla hláturtaugarnar. Í gær sá ég eitt sem var búið að klippa saman allskonar lið sem var í tívolí, í rússíbönum og örðum tryllitækjum. Ég hélt ég myndi míga í buksurnar af hlátri, aumingja fólkið var alveg afskræmt í framan af hræðslu..algjör dímónafjés!! Minnti mig óneitanlega um kúluferð okkar Karenar hehehe.

Annars hringdi afi gamli í mig í gær og bauð mér í 90 ára afmælið sitt þann 14 júní, það hefði verið ótrúlega gaman að fara, en ég er ennþá í prófum á þeim tíma. Ég er sko í prófum til cirka 23 júní (þá byrjar síðasta prófavikan) þá fer ég í munnlegt próf, ég vona að ég lendi á fyrsta degi til að klára þetta annars gæti ég þessvegna fyrst verið búin 27..og þá kemst ég ekki í brúðkaupið hjá Matta og Elínu, sem er 28 júní! En ég vona að besta!

En jæja best að fara að vinna og læra

Wednesday, March 19, 2008

takk æðislega fyrir allar kveðjurnar og hamingjuóskirnar :) já það er sko gott að vera laus við þetta böl hehehe. Annars er allt ágætt að frétta Lucas greyið er búin að vera alveg fárveikur síðustu daga og heimilishaldið eftir því. Hann fékk hita á laugardaginn og svo byrjaði hann að fá einhverjar bólur út um allt, svipað og hlaupabóla en það var samt ekki það, hann fékk hana síðasta sumar og svo var þetta meira sár frekar en bólur. Ég hringdi á læknavaktina og þeir voru alveg vissir um að þetta væri hlaupabóla svo ég lét kyrrt liggja. Á sunnudaginn var hann kominn með allskonar útbrot líka og klóraði sér eins og geðsjúklingur þannig að hann var allur útklóraður með sár og 39,5 stiga hita, þá fór ég með hann á læknavaktina og þeir skoðuðu hann hátt og lágt og tóku allskonar prufur. Þeir komust því næst að þetta væri vírus en ég ætti að fara með hann til læknis ef þetta héldi áfram. Á mánudaginn var hitinn farinn að lækka og hann leit út fyrir að vera að lagast þannig að ég beið aðeins með að fara með hann til læknis. En í gær var hann allur út í sárum, eldrauður og farinn að bólgna út um allt og aftur kominn með 39 stiga hita, þannig að ég dreif mig með hann til læknis og þeir vissu sko ekkert hvað þetta var, tóku myndir og prufu og ég veit ekki hvað og hvað, það komu margir læknar að kíkja á hann og við vorum þarna rúmlega 2 tíma. Þeir komust svo að þeirri niðurstöðu að þetta væri vírus sem ylli útbrotunum en hann væri komin með húðsýkingu ofan í þannig að nú er hann á einhverjum baneitruðum sýklalyfjum og í gærkvöldi fékk hann 40,5 stiga hita, ég var sko alveg að flippa út af áhyggjum, en í dag er hann sem betur fer bara með 38 þannig að ég vona að hann sé á batavegi greyið. En hér er ein mynd af greyinu mínu, tekin hérna í morgun og þarna er hann meira að segja farinn að lagast aðeins

Monday, March 10, 2008

Ég var að fá einkunn fyrir B.A verkefnið mitt og ég fékk 10 (cirka 9 á íslensku) og er alveg hoppandi glöð!!!

Saturday, March 08, 2008

Jæja þá erum við komin aftur í baunalandið eftir frábæra ferð til Íslands úff ég hefði sko alveg viljað vera lengur þar sem við náðum ekki að hitta alla sem við vildum hitta, enda er það ekki hægt á svona fáum dögum. En við Lucas komum aftur í sumar...jafnvel 2x þannig að það er ekki öll von úti enn hahahaha. Verst fannst mér að hitta ekki hana Svanlaugu mína ég var búin að hlakka svo mikið til en svo var bara ekkert flogið frá Ísafirði bæði föstudag og laugardag! Ótrúlega mikill bömmer.

Við brösuðum nú ýmislegt og hittum marga góða vini, það var ótrúlega gaman, á laugardeginum döndöluðumst við aðeins og hittum Kristínu um daginn og Huldu um kvöldið. Á sunnudeginum var fjölskyldudagur mikill þar sem við hittumst öll heima hjá Pálu systir til að fagna afmælinu hennar Diddu. Ég notaði náttúrulega tækifærið og heimsótti Sibbu frænku sem bauð upp á gæða Doritos með góðri dýfu (að vanda ;)og þangað komu líka Raggi frændi og Sigrún kærastan hans, þau eru svo kannski að koma til DK í einhverja mánuði bráðum, ótrúlega gaman :)Auðvitað heimsótti ég svo ömmu sem var alveg ótrúlega hress, hún lék alveg við hvern sinn fingur!

Á mánudeginum hittum við Kristínu og svo fórum við til mömmu. Hans bjó til tölvu fyrir hana og við snæddum dýrindis londonlamb. Á þriðjudeginum fórum við í Smáran og bara dálítið á rúntinn og svo var Hans heima um kvöldið með Lucas á meðan ég fór að hitta Huldu og Karen. Þar var mikið hlegið og talað um ýmis misjöfn bernskubrek og rifjaðar upp hinar ýmsu limrur hehehe.

Á miðvikudaginn hittum við svo Pálu systir aftur í kringlunni í nokkra tíma. Þar á eftir hittum við Steina vin okkar úr lýðháskólanum. Um kvöldið fórum við í mat hjá Unnari og Elínu og skemmtum okkur konunglega, enda gæddum við á dýrindis íslenskri kjötsúpu sem danirnir voru alveg að fíla.

Við flugum svo aftur til DK um hádegið á fimmtudaginn flugið var gott og við lentum um 6 leitið að staðartíma.

En svo tók stórbrotin svaðilför við! Við áttum pöntuð sæti í lest kl 9 en þar sem við fengum töskurnar okkar fyrr en áætlað var náðum við fyrri lestinni kl hálf átta. Við fengum fyrir mikla mildi lestarstjórans að fara með en það sannaði sig að vera kaldhæðni örlagana!!!!

Þegar við vorum búin að vera á ferðinni í cirka hálftíma þá bremsaði lestin allsvakalega og farangurinn fór allur af stað og allt. Þá hafði bremsukerfið hjá þeim bilað þannig að neyðarbremsurnar stoppuðu allt. Það drapst á lestinni og allt var i hakki, þeim tókst þó að koma henni í gang aftur og hún rykktist af stað til Brorup þar sem hún stoppaði (það er rétt hjá Ringsteð) þá var okkur sagt að bíða í lestinn þangað til að yrði gert við hana. Svo var okkur sagt að yfirgefa lestina því það kæmi önnur að ná í okkur. Við fórum út á brautarpall með barnið og allar töskurnar. Svo var okkur sagt að fara yfir á brautarpall 1 (maður verður að fara niður tröppur í gengum göng og upp aðrar tröppur) þegar þangað var komið var okkur sagt að fara aftur á brautarpall 3. Þá áttu við að fara aftur í gömlu lestina, það var hætt við það og við send í nýja lest. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í henni voru allir reknir út aftur og send yfir í aðra lest, þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í henni og hún farin af stað var okkur sagt að við þyrftum að skifta í Ringsteð. En þar kom svo loksins hin rétta lest og okkur var borgið, en Lucas var orðinn ansi þreyttur og pirraður og það perlaði alveg svitinn af Hans eftir að hlaupa svona um með töskurnar. Þannig að þetta var glæsileg ferð hahahaha en við vorum komin heim um hálf tólf á fimmtudaginn og svo þurftum við að vakna kl 7 daginn eftir því Lucas fór í bólusetningu.

En fyrir utan þessi smá lestarörðuleika var ferðin í alla staði frábær og ég hlakka bara gríðarlega til að koma heim aftur, sérstaklega til að hitta ykkur sem ég náði ekki að hitta núna!