Ómagasogur

Sunday, May 20, 2007

Stórfréttir! Stórfréttir! Lucas er farinn að labba!!! Hann tók þrjú skref í gær án þess að taka eftir því sjálfur, en í dag tók hann 2x2skref alveg meðvitað, hann var gríðar einbeittur á svip og þegar hann var búin hlunkaði hann sér á bossan og hló, skrækti og baðaði út öllum öngum ótrúlega fyndið...og mamman er sko alveg að springa úr stolti hehehe!!!

Annars allt fínt að frétta við tókum okkur smá pásu í dag og fórum í skógarferð í góða veðrinu, annars er ég bara að drukkna í prófum!! Ég er líka ennþá að setja mig inn í kerfið í nýju vinnunni og það tekur nú örugglega smá tíma áður en þetta fer að vera rútína, það er svo mikið nýtt að læra, svaka gaman samt :)

Thursday, May 17, 2007

allt fínt að frétta hér brjálað að gera í prófum, vinnu og svo kemur mútta bráðum í heimsókn. Það er búið að rigna svakalega mikið hér upp á síðkastið og brúnkan sem ég var komin með er nánast horfin aftur...þvílík synd...ég var orðin brúnni en nokkrusinni fyrr!! Ekki að það sé mikið sagt, ég er alltaf voðalega bleik á litin meir að segja þegar ég var nýkomin frá Tælandi!!!

Vinnan er svaka fín, þetta er erfiðara en ég hélt og maður þarf að passa sig mikið hvernig maður skrifa greinarnar því ef maður gerir vel lendir maður hátt á googlelistanum, mjög sniðugt, ég á allavega eftir að læra alveg fullt á þessu en ég verð nú að viðurkenna að þetta er mjög erfitt svona tungumálalega....ég þarf að nota aðeins meiri tíma en ég fæ borgað fyrir..en það er allt í lagi mér finnst þetta gaman, hér er fyrsta greinin mín kíkjið á :)

En nú leita ég svara!!!
Þegar maður rekur heimasíðu hérna úti getur maður farið inn á ýmsar síður t.d adfair.dk og brand2brand.com og náð í auglýsingar fyrir síðuna sína. Þ.e auglýsingarnar liggja í svona auglýsingabanka og þar nær maður í þær og leggur inn á síðuna sína svo fær maður eitthvað visst borgað fyrir hvert klikk eða álíka. Þá þarf viðkomandi heimasíðueigandi ekki að hafa samband við fyrirtæki og fá þau til að auglýsa á síðunni sinni heldur nær hann í auglýsingar sem henta heimasíðunni í þessum "bönkum" er eitthvað svipað kerfi þarna heima? Ég er búin að leita um allt á netinu og finn ekki neitt....

Wednesday, May 09, 2007

Ég er byrjuð í prófum og hef stresseinkenni mikil. Við erum þó búin með tölvuspilið og erum bara að skrifa skýrsluna núna, en það er líka svakaleg vinna þannig að það verður nú ekki mikið um skrif næstu daga. Fyrir utan það að ég er líka að búa til heimasíður fyrir lyksvad fiskefarm og bráðum að fara að byrja í nýju vinnunni og svo á Lucas bráðum afmæli!


Eitt sem ég þoli ekki eru handblásarar sem eru ógeðslega kraftlausir og það tekur eilífðartíma að þurka hendurnar svo endar maður bara með að þruka hálfblautum höndunum í fötin, en það var víst ekki hægt að kvarta undan þessum...nema kannski ef hendin myndi blása af!

Thursday, May 03, 2007

Jæja loksins fékk ég svar frá hephey og ég fékk vinnuna :) jibbý ég á að byrja c.a 15 maí ég er ekkert smá ánægð þetta er sko bara örugglega þægilegasta vinna í heimi!! Hann réði mig og annan strák því hann gat ekki valið hahaha en það breytir samt engu með tímafjöldan eða neitt. En boltinn fór sko alldeilis að rúlla í dag mér var boðið í 2 önnur viðtöl ég sá það nú fyrst núna í e-mailinu mínu þannig að ég verð bara að segja nei takk, enda ekki eins spennó vinnur þó önnur hafi verið alveg ágæt líka það var að skaffa fólk til að kíkja á heimasíðu mjög auðvelt og ég gat líka setið heima við það, en þá varð ég að vinna á ákveðnum tímum en hjá Hephey má ég vinna hvenær sem er á nóttunni þess vegna og ég get líka valið að vinna alla vinnuna einn dag í viku eða dreift því, þ.e bara alveg eins og ég vill crazy!!!! En annars er allt fínt að frétta gott veður og gaman að lifa