Ég er byrjuð í prófum og hef stresseinkenni mikil. Við erum þó búin með tölvuspilið og erum bara að skrifa skýrsluna núna, en það er líka svakaleg vinna þannig að það verður nú ekki mikið um skrif næstu daga. Fyrir utan það að ég er líka að búa til heimasíður fyrir lyksvad fiskefarm og bráðum að fara að byrja í nýju vinnunni og svo á Lucas bráðum afmæli!
Eitt sem ég þoli ekki eru handblásarar sem eru ógeðslega kraftlausir og það tekur eilífðartíma að þurka hendurnar svo endar maður bara með að þruka hálfblautum höndunum í fötin, en það var víst ekki hægt að kvarta undan þessum...nema kannski ef hendin myndi blása af!