Ómagasogur

Thursday, May 03, 2007

Jæja loksins fékk ég svar frá hephey og ég fékk vinnuna :) jibbý ég á að byrja c.a 15 maí ég er ekkert smá ánægð þetta er sko bara örugglega þægilegasta vinna í heimi!! Hann réði mig og annan strák því hann gat ekki valið hahaha en það breytir samt engu með tímafjöldan eða neitt. En boltinn fór sko alldeilis að rúlla í dag mér var boðið í 2 önnur viðtöl ég sá það nú fyrst núna í e-mailinu mínu þannig að ég verð bara að segja nei takk, enda ekki eins spennó vinnur þó önnur hafi verið alveg ágæt líka það var að skaffa fólk til að kíkja á heimasíðu mjög auðvelt og ég gat líka setið heima við það, en þá varð ég að vinna á ákveðnum tímum en hjá Hephey má ég vinna hvenær sem er á nóttunni þess vegna og ég get líka valið að vinna alla vinnuna einn dag í viku eða dreift því, þ.e bara alveg eins og ég vill crazy!!!! En annars er allt fínt að frétta gott veður og gaman að lifa