Ómagasogur

Tuesday, August 26, 2008

Hér er allt fínt að frétta mamma og Ásta eru farnar heim eftir skemmtilega viku...reyndar vorum við ekkert svakalega heppnar með veðrið í þetta sinn og það ringdi mikið..en það var allt í lagi því við eyddum mestum tímanum í búðum hvort sem er :) Við fórum reyndar einu sinni í miðborg Flensborgar í þýskalandi og svo fórum við til Egeskov slot á fjóni sem er svakalega flottur kastali. Það var ótrúlega gaman mér hefur langað að fara þangað lengi.

Annars var greyið Lucas á pensilíni alla síðustu viku þvi hann var stunginn af mýflugu í eyrað og það kom sýking í, hann var svo bólginn að það var sko ekki hægt að sjá að þetta væri eyra!!! Ekki nóg með það heldur var hann stunginn af geitung í hnakkann sama dag og mýið stakk hann..svo seinna í vikunni var hann stunginn af geitung rétt undir augað og í dag var hann stunginn af grábölvuðum geitung í eyrað...sem var rétt búið að jafna sig..hann er samt sem betur fer ekkert svo bólginn..en hann er orðinn brjálæðislega hræddur við flugur, hann fær bara móðursýkiskast við að sjá húsflugu, greyið skinnið enda ekki furða!

Ég bíð enn eftir síðustu einkunninni minni sem á að koma á fimmtudaginn eða föstudaginn. Ég byrja svo í skólanum á föstudag, ég var að kíkja á lestraplanið fyrir næstu önn og það er sko alveg crazy crazy crazy mikið að lesa í hverri viku, en ég hlakka samt pínu til að byrja í skólanum aftur.

En jæja best að hafa þetta ekki lengra...eins og málshátturinn gamlakunni kveður þá er auðveldara að tala en að segja eitthvað ;) svo verð ég líka að fara að vinna, úúúúúúfffff hvað ég hlakka til að fara í orlof! Og by the way svo vorum við í sónum í dag og allt leit vel út, ég á annars að fara í tjékk aftur í viku 38...og það eru komnar fleiri myndir á barnó..túttuls

Thursday, August 14, 2008

Nú er að verða ansi langt síðan ég skrifaði síðast, aðallega af því við erum búin að vera á ferð og flugi undanfarið :)

Íslandsferðin var alveg frábær, veðrið æðislegt og það var ótrúlega gaman að hitta fjölskyldu og vini, í þetta sinn var aðeins minna stress enda stoppuðum við dulítið lengur, það var náttúrulega ekki tími til að hitta alveg alla frekar en fyrri daginn en ég biðst vægðar því við komum aftur í febrúar :)
Fyrir utan að sakna Hans langaði mig eiginlega bara ekkert að fara aftur út til DK. Það er nú eiginlega allt of mikið að segja frá öllu hér á blogginu en allt í allt var þetta æðisleg ferð, auðvitað brúðkaupin frábær og geðveikt gaman að fara vestur enda hef ég ekki komið þangað í mjög langan tíma og líka að líta inn á Pálu syss í þorskafirðinum.

Ég hafði svo Stefán hennar Diddu með aftur út og hann var hjá okkur þangað til á þriðjudaginn, það var rosa stuð við fórum í dýragarð, í vísindagarð og í Legoland...þannig að það verður nóg að skoða á barnalandinu...ég er búin að henda nokkrum myndum inn frá júlí og ágúst kemur von bráðar..það eru svo margar myndir ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja..en ég á örugglega ekki eftir að setja þær allar inn það er sko allt of mikið hahaha

Síðan á þriðjudaginn var er ég bara búin að vera að vinna baki brotnu því við fáum aftur gesti á laugardaginn þá koma mamma og Ásta og verða hjá okkur í viku..ég hlakka svaka mikið til, ætli við finnum ekki upp á einhverju skemmtilegu líka :)

Ég er búin að fá 1 einkunn fyrir eina ritgerð af tveimur, sem var bókstaflega hraðskrifuð, og þar fékk ég 10 og var gríðarlega gríðarlega ánægð, því ég var rosalega stressuð með þessa, en ég er ekki enn búin að fá síðustu einkunnina, er nú ekkert minna stressuð fyrir henni hahaha.

Þann 26. ágúst er ég að fara í auka sónar, það þarf að tjékka fylgjuna, því ég fékk örlítið fylgjulos fyrir fæðinguna hans Lucasar (vegna þess að hún var næstum því orðin fyrirstæð). Ég vona náttúrulega að það verði ekkert svoleiðis í þetta sinn en ég hlakka svaka mikið til að fara í sónar, við ætlum samt örugglega ekki að vita kynið ef við komumst hjá því, því nú erum við hvort sem búin að bíða svo lengi :)
Dagmamman hans Lucasar var í aukasónum í gær og hún sá bara hvers kyns var þannig að það gæti verið að maður komist bara ekki hjá því að taka eftir því :)

Jæja þetta var svona stutt ágrip af því hvað hefur gerst síðasta mánuðinn eða svo og annars er bara um að gera að fylgjast með á barnó því myndirnar detta inn smátt og smátt...síðast en ekki síst langar mig að óska Brynju Novi, Ragga frænda, Söndru Maríu og Bryndísi Heklu til hamingju með afmælið og auðvita Huldu og Rakel til hamingju með drengina..ég hitti hún Huldustrumpinn á Íslandi en hef ekki enn hitt hann Markus Mána hennar Rakelar..vonandi líður ekki allt of langur tími þangað til :)