Jæja ég geri ráð fyrir að fólk bíði með öndina í hálsinum eftir fréttum úr sónarnum (hehe það er nú kannski mikið sagt :)en fyrst og fremst var barnið skannað í bak og fyrir og allt leit eðlilega út, heili, hjarta, mæna og svoleiðis...en þegar kom að því að tjékka á kyninu klemmdi krakkaormurinn saman fæturnar, þar af leiðandi fengum við ekki að vita hvers kyns væri!!!
Ljósan gat enganvegin fengið skýra mynd...en ekki að hún hafi reynt allt of mikið hún var dálítið turða. Hún var víst komin dálítið eftir á, þannig að það var ekki notaður neinn sérstakur extra tími í að tjekka á kyninu. En við fengum allavega mynd með heim í þetta sinn.
Við ætlum kannski í 3D seinna eða bara láta þetta koma á óvart, eina sem mér finnst dálítið skrítið er að geta ekki farið út að kaupa eitthvað í lit og spá fyrir alvöru í nöfn og svoleiðis. Ég get sko ekki getið mér til kynsins í þetta sinn það er bara alveg 50/50. En hér er hið leyndardómsfulla barn eins og það lítur út í dag :)
Ljósan gat enganvegin fengið skýra mynd...en ekki að hún hafi reynt allt of mikið hún var dálítið turða. Hún var víst komin dálítið eftir á, þannig að það var ekki notaður neinn sérstakur extra tími í að tjekka á kyninu. En við fengum allavega mynd með heim í þetta sinn.
Við ætlum kannski í 3D seinna eða bara láta þetta koma á óvart, eina sem mér finnst dálítið skrítið er að geta ekki farið út að kaupa eitthvað í lit og spá fyrir alvöru í nöfn og svoleiðis. Ég get sko ekki getið mér til kynsins í þetta sinn það er bara alveg 50/50. En hér er hið leyndardómsfulla barn eins og það lítur út í dag :)