Ómagasogur

Monday, April 21, 2008

Hæ hó það er sko búið að vera mikið um að vera síðustu vikuna,

Á sunndeginum hélt ég mæðrahitting, það var ótrúlega gaman að sjá púkana aftur, og allir bara orðir svo stórir, ein mamman kom ekki því hún er alveg að fara að fæða nr.2!!

Á mánudaginn fór ég til Odense í frumkvöðlaráðgjöf ásamt hópnum mínum, því við vorum að fara að reyna að selja hugmyndina okkar, það var sko fínn fundur og við fengum fullt af góðum ráðum.

Á þriðjudeginum fór ég til Tinglev eldsnemma um morguninn og myndaði fund í skólanum hjá Flemming, það er fyrir prófaverkefni þar sem við eigum að greina samskifti út frá völdum kenningum, t.d líkamstjáningu, tón- og orðavali. Killer verkefni sem ég á örugglega eftir að rotna af hahaha! Því næst brunaði ég til Odense og fór í innovation tíma, þar sem ég hitti hópinn minn og við undirbjuggum okkur fyrir fimmtudaginn (salgsdaginn mikla)

Á fimmtudeginum fórum við svo til Köben á fund Post Danmark að reyna að selja hugmyndina okkar, það tókst nú ekki alveg, þar sem það kom í ljós að þeir eru að vinna að svipaðri hugmynd, ekki alveg eins, en keimlíkri. En þau voru mjög spennt fyrir hugmyndinni okkar og vilja etv. nota hluta hennar og sameina hana við sína hugmynd.

Það sem við vorum að reyna að selja var að maður gæti prentað út frímerki á umslagði heima hjá sér og að maður gæti sett mynd að eigin vali, sem frímerki. Aðal fídúsinn var svo að það væri strikamerki á bréfinu og það yrði skannað hjá póstinum. Fyrst þá yrði peningurinn dreginn af reikningnum manns þannig að maður gæti verið alveg viss um að alltaf borga rétta upphæð, hvorki of lítið eða of mikið! (hér fær maður svaka reikinn ef maður borgar of lítið, ógeðslega pirrandi). Þá þyrfti maður í rauninn aldrei að fara að kaupa frímerki, maður prentar það bara út heima og er alltaf viss um að borga rétta upphæð, án þess að maður þurfi sjálfur að vigta bréfið og svoleiðis. Pósturinn var aðalega áhugasamur um strikamerkið og hvernig það kerfi ætti að virka.
Þó að við hefðum ekki selt hugmyndina hér og nú var ég ótrúlega ánægð með fundinn, hann var mjög jákvæður og við áttum alveg yfirhöndina, við vorum búin að útbúa svaka slideshow og gátum svarað öllum spurningum um kerfið :)

Í gær fórum við svo í bændaheimsókn, það var svona lífrænn dagur, þar sem maður gat smakkað allt lífrænt ræktað, klappað kálfum, setið í traktor og svo séð þegar kúnum var sleppt út í fyrsta sinn. Það var svaka stuð, Lucas var alveg brjálaður í traktórana og það var sko ekkert hægt að tala hann til greyið, þegar hann átti að fara út, ég reyndi náttúrulega að útskýra fyrir honum að hinir krakkarnir ættu líka að fá að prófa, en það var sko ekki til að tala um. Þá var ég bara að taka hann út og í hvert einasta skifti (hann fékk að sitja í svona cirka 100 sinnum) þá öskraði hann og gólaði og hékk í stýrinu eins og það væri hans síðasta...og svo fórum við aftur í röðina hahaha en hann var ægilega hamingjusamur gemlingurinn, það var sko toppurinn á tilverunni að sitja í traktor.

Við erum annars alveg að verða búin að standsetja matjurtagarðinn og við verðum að fara að flýta okkur að setja niður. Við settum líka niður allskonar blóm í garðinum í gær, ég hlakka svo til að þau fari að blómstra :) Annars notuðum við bara helgina til að fara í sólbað og slappa af!

Ég er svo líka búin að fá ný gleraugu þau eru svaka fín, með hvítum spöngum ég skelli inn mynd við tækifæri enda held ég að það sé kominn tími á að endurnýja hliðarmyndina hún er nokkura ára gömul og ég er alveg blind full á henni hahahaaha

Monday, April 07, 2008

Nú er sko vor í lofti og allt að gerast :) við erum byrjuð að hreinsa til í matjurtargarðinum svo við getum sáð gulrótum og radísum og sett niður lauk og kartöflur, úff ég væri sko líka til í að skella niður hindberja og brómberjarunna jamm namm. Við erum líka búin að grilla tvisvar, en samt ekki borða úti, það er ekki orðið alveg nógu hlýtt til þess. Annars er allt fínt að frétta brjálað að gera að vanda, ég var að byrja á einni ritgerðinni í viðbót, þá eru 4 ritgerðir og 1 munnlegt próf eftir, og svo er ég í einum símatsáfanga, en þar þurfum við að halda fyrirlestur og skila skýrslu yfir framgang verkefnisins. Þetta er eiginlega svona uppfinninga áfangi, maður á að finna upp á nýjung og svo lærir maður að markaðssetja hana og svoleiðis ótrúlega skemmtilegt, við erum búin að finna upp á ægilegri uppfinningu en hún er ennþá mjög leynileg þangað til við erum búin að fara til ákveðins fyrirtækis og athuga hvort við getum selt hana. Meira um það síðar hehe.

Hundurinn okkar er búinn að vera að stinga af síðustu daga, hann er á ægilegum kvennaveiðum og alltaf með sprellann úti jakk jakk. Við erum þess vegna að spá í að láta gelda hann, en það væri nú samt ægileg synd því þetta er sko gæðahundur sem hægt er að ala á, við ætlum að bíða aðeins með það, en við urðum náttúrulega að gera eitthvað svo hann stingi ekki af, því það er mjög mikil hætta á að það yrði keyrt á hann. Þannig að við settum upp rafmagnsgirðingu um helgina. Hann er svo búin að sleppa mjög vel, svo í morgun heyrði ég ægilegt öskur (já ekki ýlfur heldur öskur)og það var alveg svona rafmagnað, greyið þá var hann að reyna að stinga af og fékk ægilegt stuð, en hann er líka búin að halda sig frá girðingunni síðan, það verður örugglega langt langt þangað til hann reynir eitthvað "funny business" næst.

Hér er ein mynd af grillinu, kjötið rétt að byrja að hitna, og nei þetta er ekki ristaður hundur haha