Ómagasogur

Monday, April 07, 2008

Nú er sko vor í lofti og allt að gerast :) við erum byrjuð að hreinsa til í matjurtargarðinum svo við getum sáð gulrótum og radísum og sett niður lauk og kartöflur, úff ég væri sko líka til í að skella niður hindberja og brómberjarunna jamm namm. Við erum líka búin að grilla tvisvar, en samt ekki borða úti, það er ekki orðið alveg nógu hlýtt til þess. Annars er allt fínt að frétta brjálað að gera að vanda, ég var að byrja á einni ritgerðinni í viðbót, þá eru 4 ritgerðir og 1 munnlegt próf eftir, og svo er ég í einum símatsáfanga, en þar þurfum við að halda fyrirlestur og skila skýrslu yfir framgang verkefnisins. Þetta er eiginlega svona uppfinninga áfangi, maður á að finna upp á nýjung og svo lærir maður að markaðssetja hana og svoleiðis ótrúlega skemmtilegt, við erum búin að finna upp á ægilegri uppfinningu en hún er ennþá mjög leynileg þangað til við erum búin að fara til ákveðins fyrirtækis og athuga hvort við getum selt hana. Meira um það síðar hehe.

Hundurinn okkar er búinn að vera að stinga af síðustu daga, hann er á ægilegum kvennaveiðum og alltaf með sprellann úti jakk jakk. Við erum þess vegna að spá í að láta gelda hann, en það væri nú samt ægileg synd því þetta er sko gæðahundur sem hægt er að ala á, við ætlum að bíða aðeins með það, en við urðum náttúrulega að gera eitthvað svo hann stingi ekki af, því það er mjög mikil hætta á að það yrði keyrt á hann. Þannig að við settum upp rafmagnsgirðingu um helgina. Hann er svo búin að sleppa mjög vel, svo í morgun heyrði ég ægilegt öskur (já ekki ýlfur heldur öskur)og það var alveg svona rafmagnað, greyið þá var hann að reyna að stinga af og fékk ægilegt stuð, en hann er líka búin að halda sig frá girðingunni síðan, það verður örugglega langt langt þangað til hann reynir eitthvað "funny business" næst.

Hér er ein mynd af grillinu, kjötið rétt að byrja að hitna, og nei þetta er ekki ristaður hundur haha