Ómagasogur

Wednesday, January 16, 2008

Fékk hæðstu einkunn fyrir stuttmyndina mína, prófdómararnir voru svakalega ánægðir með hana og ég varð alveg rosa glöð, en aftur að B.A

kíkjið á þetta spil, dálítið fyndið ég var að senda það í fréttabréfi í vinnunni :)










FreeGames911.com

Gratis spil på nettet

Monday, January 14, 2008

AAARRRRGGGG Hvad ég hata verkefnið mitt núna! Afhverju valdi ég ekki eitthvað auðveldara!!!!! Ég er komin með B.A eitrun á háalvarlegu stigi...sjúkdómseinkenni: mikið stress og ritstífla!

Saturday, January 12, 2008

þann 3. jan fékk ég prófaverkefni sem gekk út á það að greina, teksta, og greina það fyrirtæki sem sendi tekstan út fra honum. Við fengum viku til að leysa verkefnið og skrifa 20 síðna ritgerð um efnið. Við urðum að skila kl 12 þann 10 jan. og ef maður gerir það ekki er maður fallinn. Það er náttúrulega reiknað með því að maður loki sig bara inni og liggji yfir þessu í viku, en það er nú dálítið erfitt með lítið tröll á heimilinu :) þannig að aðfaranótt fimmtudags var ég vakandi til kl 3 til að klára helvítið eins mikið og ég gat og svo gerði ég restina um morguninn áður en það átti að skila, ég prentaði út kl fimm mínútur í tólf og svo hljóp ég bara eins og fætur toguðu til að skila og rétt, rétt, rétt náði því...úfff ég hef sko aldrei verið svona nálægt því að falla, og þvílíkt stress!!! Ég veit ég næ en ég held ég fái ekki góða einkunn, því verkefnið byrjar svaka vel og fer svo niður á við því ég komst í tímaþröng, gat ekki prentað út í lit og svona, það er metið mikils (því það eru gröf og skema og efni sem við eigum að skaba fyrir hönd fyrirtækisins). Ég er svo að fara í munnlegt próf á miðvikudaginn til að verja myndina sem ég kláraði fyrir jól. Svo á B.A ritgerðin að vera tilbúin 1. feb ég held það þurfi vökunætur og kraftaverk til að þetta reddist, en ég er sko ekki búin að leggja upp laupana enn. Ég lofa myndum á barnalandið eftir það, ligg sko inni með fleiri hundruð myndir að kappanum, jólamyndir og svona.
En jæja best að fara að reyna að klóra í bakkan.

Thursday, January 03, 2008

BREAKING NEWS! BREAKING NEWS!
við komum heim 29 febrúar og förum aftur til DK 6 mars, Ulla, Flemming og Hans koma líka með :) ég og Lucas komum svo seinna á árinu í aðeins fleiri daga!

Takk æðislega fyrir allar jólagjafirnar ég var ótrúlega ánægð með allt, Lucas fékk ekkert smá mikið og var alveg svaka æstur hahaha! Fötin passa öll, eða eru aðeins of stór, það er allavega ekkert sem er of lítið :)

Hér er byrjaði að snjóa aðeins 1. jan en ekkert sem helst, það er samt glæpsamlega kalt, -1 á mælinum en það er samt einhvernvegin kaldara en þegar það er -1 heima, gæti verið rakinn og rokið.

Við höfðum það bara notalegt um áramótin borðuðum lambakjöt og spiluðum, það var ekki ský á himni og alveg logn um miðnætti, rosa flott.

Við vorum svo líka að fá nokkurskonar kamínu/arinn í stofuna ægilega huggó.

Ég er byrjuð í aðhaldinu aftur eftir jólin og gengur bara vel.

Ég er að fara í próf á eftir (fæ verkefni og hef 1 viku til að skrifa ritgerð, hljómar auðvelt en kemur á óvart) svo ég skrifa örugglega ekkert á bloggið það sem eftir er af febrúar, ég fer í fleiri próf og þarf líka að klára B.A

hlakka til að sjá ykkur öll!