Ómagasogur

Thursday, September 03, 2009

halló halló góðir hálsar hér er allt í besta standi. Ég er byrjuð í "vinnunni" og það er ótrúlega gaman. Ég er búin að gera ýmislegt spennandi eins og skrifa fullt af fréttum, sitja fundi og leggja hluti á heimasíðuna. Ég er svo að fara á ráðstefnu í næstu viku rosa stuð :) Annars er ósköp lítið að frétta, nú gerum við lítið annað en að vinna og dunda hérna heima þangað til ormarnir fara að sofa. Ég er annars að fara og hjálpa til við að gera við hitt og þetta á leikskólanum hans Lucasar á laugardaginn...mála og reita illgresi :)

Wednesday, August 26, 2009

Jæja nú er sumarfríið að renna sitt skeið og best að koma á reglu afur og taka bloggið í gagnið :)

Hér er allt það besta að frétta ég ætla nú ekki að romsa upp öllu sem við gerðum í sumarfríinu því það var svo mikið...en allt í allt frábært sumar og við fengum marga góða gesti!

Ég fer alveg að byrja í starfsnáminu eða þann 1.sept. Ég verð að vinna sem ráðgjafi á vefsviði hjá Region Syddanmark, í almannatengsladeild með 20 öðrum það verður sko svaka stuð. Þriðjudagarnir verða sko pakkaðir..því þar fer ég líka með strákana í íþróttir...allavega Lucas, William fylgist bara með! Ég er svo líka í einu valfagi í skólanum sem heitir Image, tillid og krisekommunikation rosa spennó, það vill til að ég er búin að lesa bókina sem við eigum að nota áður þannig að það hjálpar aðeins.

Ég er svo í dálitlu dillemma, ég á nefninlega að fara að vinna um 1. mars til að halda SU-inu mínu. En ég er búin í skólanum í júni, það tekur því varla fyrir mig að fara að leita að hlutastarfi fyrir 3 mánuði þannig ég er aðeins að gæla við það að fara beint í fulla vinnu..því þá er ég komin vel af stað með mastersritgerðina og eins og hefur gengið hingað til þá ætti ég alveg að geta skrifað hana á kvöldin..en ég veit samt ekki alveg...er aðeins að gera Það upp við mig. Ég sá samt svaka spennó job á netinu í gær sem gengur út að það að vera á facbook og twitter og fara að tala við áskrifendur JV.dk (dagblaðið Jydske Vestkysten)skrifa greinar og fleira spennandi, það væri örugglega frekar skemmtilegt starf.

En jæja best að fara að skella sér í sturtu og gera sig klára fyrir átudag ársins ég er sko að fara í mömmuhópinn í síðasta sinn,á eftir því við erum allar að fara að byrja að vinna og svo þegar ég er búin þar fer ég beint í leikskólan hans Lucasar þar sem er foreldrakaffi...ég var alveg móð og másandi að baka fyrir þetta allt saman í gær :)

Monday, May 04, 2009

jæja nú hef ég nokkrar mínútur aflögu. Hér er allt fínt að frétta ég er búin að skila skýrslunni ógurlegu, en núna á eftir er ég að fara til Odense að meta skýrslu hjá öðrum hópi..svo á einhver að meta skýrsluna mína næsta mánudag, og ég á að verja..úff ég hlakka sko ekki til það er svo bitchy stelpa sem á að gera það..svo er skýrslan ekki beint góð þannig það verður erfitt að standa þarna og verja. Svo er viku frí og þar á eftir taka prófin hrikalegu við (þetta skýrsludæmi er reyndar líka próf). Við Lucas og William skelltum okkur annars til Árósa í gær að hitta Ragga, Sigrúnu, Sibbu og Rabba það var rosa gaman, mér finnst alltaf svo næs og afslappandi að vera í kringum samlanda mína :)

Hér er sumarið sko gengið í garð, það er búið að vera um 20 stiga hiti og sól síðustu daga! Lucas byrjaði á leikskólanum á föstudaginn var..mömmunni til mikillar gleði, hann þurfti svo á því að halda, sko allt of stór fyrir þetta dagmömmu pjatt. Í þessari viku fara krakkarnir í ferð í dýragarð og svo kemur slökkvuliðið í heimsókn..held ég nú það verði fjör fyrir pjakkinn..alltaf þegar við löbbum framhjá slökkvistöðinni sogast hann alveg að glugganum eins og mý að mykjuskán og það tekur óratíma að tala hann til, til að halda áfram.

William er orðinn svaka stálpaður hann er kominn í sitt eigið herbergi og farinn að fá smá graut, bara pínu lítið samt, einu sinni á dag. Hann ætlar samt ekkert að fara að sofa almennilega gemlingurinn, hann er að vakna alveg ótal sinnum á nóttinni úff ég hlakka til þegar ég get farið að gefa honum aðeins meiri graut..bara leyfa maganum aðeins að venjast þessu fyrst.

En jæja best að fara að pakka honum í stólinn..og fara á vit örlagana...já eða kennarans hann hefur víst framtíð okkar í heljargreipum hehehe

Tuesday, April 07, 2009

það mætti halda að ég sé hætt að bera fregnir frá baunalandi syðra en svo er ekki :) er bara búin að vera ansi vant við látin..meira en venjulega! Ég er nefninlega búin að vera á fullu að sækja um nemastöður út um allt (eða praktik) það er svaka erfitt að fá pláss núna vegna stöðunnar á fjármálamarkaðnum, þó svo að þetta sé ólaunuð vinna (vinnustaðurinn verður að redda ráðgjafa og skrifstofu fyrir neman). Ég held ég sé búin að sækja um á ca. 25 stöðum og bara búin að fá svar frá einum..en það gerir ekkert því ég fékk stöðuna jejejeje ég er svo ánægð og spennt..en fyrst og fremst rosalega létt, ef ég hefði ekki fundið neitt hefði ég þurft að taka 3 valfög í skólanum í staðinn fyrir eitt og það er sko ekkert spennandi. Nú fæ ég að prófa að vera svona samskiptaráðgjafi í eina önn áður en ég skrifa ritgerðina mína og fer svo að vinna...þetta er alveg að verða búið..það er kvíðablandin eftirvænting í loftinu! Ég byrja um miðjan ágúst eða í byrjun september..ég fæ samninginn innan skamms, með nákvæmri starfslýsingu.

Annars er það að frétta að við Hans erum búin að vera saman í 5 ár í dag, mér var fært morgunmatur í morgun rosa næs..ég skildi ekkert í því að svefnburkan rauk á fætur á undan mér og svo heyrði ég bara bílinn nánast spóla í innkeyrslunni..þá var minn á leið út í bakarí. Svo fékk ég líka rósir..ekki bara hvaða rósir sem er en 4 fallegar rósir til að planta út í garð, mér fannst það alveg frábært því þá fæ ég að njóta þeirra allt sumarið og ár eftir ár..

Ég keypti rubikscube og trivial fyrir Hans sem við getum svo dundað okkur við í kvöld yfir súkkulaðifondu nammi namm!

Næsta verkefni sem ég kasta mér yfir er að skrifa rotna skýrslu um könnunina sem ég gerði um daginn og svo verð ég að verja hana munnlega í maí. Svo eru prófin bara handan við hornið!

Hér er orðið svaka sumarlegt maður er farin að geta verið úti á bolnum og allt.. það var 18 stiga hiti og sól á laugardaginn var svaka lúxus.

En jæja ég ætla að fara að vekja Lucas hann er búinn að sofa allt of lengi..á morgun förum við Lucas og William til Aabenra í Bygma þar sem Bubbi byggir leikur á létta strengi..ég hlakka geggjað til að sjá framan í Lucas þegar hann hittir idolið í eigin persónu..eins gott að spiderman verði ekki á staðnum líka þá fellur krúttið örugglega í yfirlið!

En annars lofa ég bót og betrun í þessum bloggmálum, nú þegar nemadæmið er búið og skýrslan verður komin í hús

Friday, February 20, 2009

Jæja eins og flestir vita erum við komin út aftur eftir vel heppnaða Íslandsreisu :) ég náði ekki að heimsækja alla eins og vanalega, enda með 2 lasna gutta með, Lucas er sem betur fer allur að koma til eftir lugnabólguna og síðustu dagana var ekkert mál að koma lyfinu í hann. Hann var alveg sturlaður fyrstu dagana og það gekk ekkert að koma óþverranum í hann, hann öskraði og gargaði og mútur voru útilokuð, þannig að mútta varð bara að halda höndunum og sprauta þessu upp í hann...en af öskrunum að dæma heftur það sennilega ekki farið framhjá höfuðborgarsvæðinu!
William hóstar enn frekar mikið og gúlpar. En hann er samt alltaf hressleikinn uppmálaður litla gullið.

Það var svo gaman að koma heim á klakan og Lucasi fannst svo gaman að hitta alla vini sína á Íslandi hann talar enn um það :) Skírnin heppnaðist vel og það er nú bara gaman að segja frá því að presturinn kom ekki..

Sko þegar við skírðum Lucas var það langt út á landi. Presturinn hafði tvíbókað og það hljóp einn í skarðið á síðustu stundu, kirkjuþjónninn gleymdi að opna kirkjuna svo gestirnir voru læstir úti svo komum við síðust mamma og þurftum nánast bara að þrykkja barninu í skírnarkjólinn.
Þegar við skírðum William vildum við vera aðeins fyrr á ferðinni..en það tekur sinn tíma að koma tveimur svona litlum út úr húsi þannig að við vorum í kirkjunni kl 10 mín í 14, skírninn átti að byrja kl 14:00...við hlupum inn alveg löðursveitt og köstuðum barninu í kjólinn og hlupum svo fram til að tala við prestinn..eftir mikla húsleit var það ljóst að hann var hvernig að finna. Um kl tvö reyndi mamma að ná í hann í síman en hann svaraði ekki..svo leið og beið og ég var farin að halda að hann hefði farið á fund Guðs á leiðinni (þ.e andast) svo leið og beið og við með hjálp nærstaddra fundum annan prest. Hún kom móð og másandi og skvetti vatni á krakkan, hún var rosa fín og svakalega indæl en talaði pínu eins og bankaræningi, svona rólegri og yfirvegaðri röddu á meðan hún útskýrði framgang mála..."nú sný ég mér við og næ í kertið og kveiki á því og rétti þér" hehehe
En eftir vel heppnaða og frekar skondna skírn var fjölskyldu og vinum boðið upp á veitningar í safnaðarheimilinu sem tvær frábærar og afar þjóðlegar konur höfðu töfrað fram yfir eldstæðinu á bakvið :) Við fengum svaka góðar lappir með öllu tilheyrandi og kökur til að skola herlegheitunum niður.
William fékk svo líka rosalega mikið af góðum gjöfum og ég líka.

Næstu dagar á eftir skírninni voru svaka skemmtilegir stelpurnar komu í heimsókn um kvöldið, við fórum upp á akranes á mánudeginum, til brósa á þriðjudeginum og til mömmu á miðvikudeginum...þannig það var sko pakkað plan, vika er bara ekki nóg! Þegar við komum aftur út fór ég beint í harðan heim háskólans og þurfti að skila verkefni á mánudaginn var..það gekk nú bara vel..en nú er William Dagur vaknaður...meira síðar og myndir koma von bráðar á barnó

Wednesday, January 21, 2009

jæja nú er ég búin í prófum og er öll að lifna við..ég er frekar þreytt enda engin tími til að sofa á daginn þó ég sé mikið vakandi á nóttunni. Ég ákvað á síðustu stundu að fresta síðasta prófinu þar til í janúar 2010, það skiptir engu máli það seinkar mér ekkert ég þarf bara að lesa þetta upp aftur fyrir prófið. Ég hafði nefninlega engan tíma til að undirbúa mig í ár, sá litli er búinn að vera ómögulegur í maganum þannig að hann er mikið vakandi bæði nótt og dag og það er ekki annað að gera en að labba um með hann. Lucas var svo líka lasinn greyið þannig að ég gat ekkert lesið. Á næsta ári verður sá litli náttúrulega byrjaður í pössun og þá er aðeins meiri tími til að lesa. Nema þeir verið veikir Lucas er alltaf veikur þegar ég er í prófum hahaha

Svo byrjar næsta önn núna 1.feb en ég mæti nú ósköp lítið ætla bara að lesa heima eins og ég get og svo bara sjá hvernig gengur.

Annars erum við svaka hress..ég er alveg að sálast úr spennu ég hlakka svo til að koma heim :) Ég hlakka líka mikið til að opinbera nafnið á litla kút. Við vorum einmitt að fá ný vegabréf fyrir þá báða í gær en það má engin sjá vegabréfið hans litla fyrr en eftir skírnina! Við erum sko búin að nefna hann..en hann er bara heiðingi enn sem komið er hahaha

Það er nú ekki mikið af æsifréttum frá Sillu í orlofi þannig að ég segi bara over and out í bili og hlakka geggjað mikið til að sjá ykkur eftir bara nokkra daga :D læt eitt ótrúlega fyndið myndband fylgja með, takið sérstaklega vel eftir þegar krakkinn fretar með púður á rassinum ooohohohoho

Monday, January 12, 2009

jæja þá er maður skriðinn undan feldi í smá stund allavega, ég er búin að vera í prófum..ég skilaði einu verkefni á mánudaginn var sá satan var 102 siður og svo fór ég í þriggja daga próf á þriðjudeginum, því skilaði ég á föstudaginn..svo er bara eitt munnlegt próf eftir, ég fer í það 21 jan. ég hlakka ótrúlega mikið til að vera búin..og svo er það bara Ísland beibí :)

Bræðurnir eru bara svaka hressir Lucas er enn í skýjunum yfir litla bróðir og vill helst að hann sofi uppí hjá honum..en mamman tekur fyrir það, annars verður krakkinn að flatköku :) Gaurinn var annars að koma úr 5 vikna skoðun hann er orðinn 5 kg og 55cm..hann stækkar ekkert smá þessa dagana, hann kemst varla í nr 56 lengur!

Ég hlakka svo mikið til að koma heim ég er alveg að sálast, skírnin verður sennilega þann 7 feb. á afmælinu mínu á höfuðborgarsvæðinu ég er ekki alveg búin að ákveða þetta allt saman :)

En jæja best að reyna að klára að skrifa jólakortin á meðan gullið sefur :)