Ómagasogur

Thursday, September 03, 2009

halló halló góðir hálsar hér er allt í besta standi. Ég er byrjuð í "vinnunni" og það er ótrúlega gaman. Ég er búin að gera ýmislegt spennandi eins og skrifa fullt af fréttum, sitja fundi og leggja hluti á heimasíðuna. Ég er svo að fara á ráðstefnu í næstu viku rosa stuð :) Annars er ósköp lítið að frétta, nú gerum við lítið annað en að vinna og dunda hérna heima þangað til ormarnir fara að sofa. Ég er annars að fara og hjálpa til við að gera við hitt og þetta á leikskólanum hans Lucasar á laugardaginn...mála og reita illgresi :)