Ómagasogur

Wednesday, August 26, 2009

Jæja nú er sumarfríið að renna sitt skeið og best að koma á reglu afur og taka bloggið í gagnið :)

Hér er allt það besta að frétta ég ætla nú ekki að romsa upp öllu sem við gerðum í sumarfríinu því það var svo mikið...en allt í allt frábært sumar og við fengum marga góða gesti!

Ég fer alveg að byrja í starfsnáminu eða þann 1.sept. Ég verð að vinna sem ráðgjafi á vefsviði hjá Region Syddanmark, í almannatengsladeild með 20 öðrum það verður sko svaka stuð. Þriðjudagarnir verða sko pakkaðir..því þar fer ég líka með strákana í íþróttir...allavega Lucas, William fylgist bara með! Ég er svo líka í einu valfagi í skólanum sem heitir Image, tillid og krisekommunikation rosa spennó, það vill til að ég er búin að lesa bókina sem við eigum að nota áður þannig að það hjálpar aðeins.

Ég er svo í dálitlu dillemma, ég á nefninlega að fara að vinna um 1. mars til að halda SU-inu mínu. En ég er búin í skólanum í júni, það tekur því varla fyrir mig að fara að leita að hlutastarfi fyrir 3 mánuði þannig ég er aðeins að gæla við það að fara beint í fulla vinnu..því þá er ég komin vel af stað með mastersritgerðina og eins og hefur gengið hingað til þá ætti ég alveg að geta skrifað hana á kvöldin..en ég veit samt ekki alveg...er aðeins að gera Það upp við mig. Ég sá samt svaka spennó job á netinu í gær sem gengur út að það að vera á facbook og twitter og fara að tala við áskrifendur JV.dk (dagblaðið Jydske Vestkysten)skrifa greinar og fleira spennandi, það væri örugglega frekar skemmtilegt starf.

En jæja best að fara að skella sér í sturtu og gera sig klára fyrir átudag ársins ég er sko að fara í mömmuhópinn í síðasta sinn,á eftir því við erum allar að fara að byrja að vinna og svo þegar ég er búin þar fer ég beint í leikskólan hans Lucasar þar sem er foreldrakaffi...ég var alveg móð og másandi að baka fyrir þetta allt saman í gær :)