Ómagasogur

Tuesday, April 07, 2009

það mætti halda að ég sé hætt að bera fregnir frá baunalandi syðra en svo er ekki :) er bara búin að vera ansi vant við látin..meira en venjulega! Ég er nefninlega búin að vera á fullu að sækja um nemastöður út um allt (eða praktik) það er svaka erfitt að fá pláss núna vegna stöðunnar á fjármálamarkaðnum, þó svo að þetta sé ólaunuð vinna (vinnustaðurinn verður að redda ráðgjafa og skrifstofu fyrir neman). Ég held ég sé búin að sækja um á ca. 25 stöðum og bara búin að fá svar frá einum..en það gerir ekkert því ég fékk stöðuna jejejeje ég er svo ánægð og spennt..en fyrst og fremst rosalega létt, ef ég hefði ekki fundið neitt hefði ég þurft að taka 3 valfög í skólanum í staðinn fyrir eitt og það er sko ekkert spennandi. Nú fæ ég að prófa að vera svona samskiptaráðgjafi í eina önn áður en ég skrifa ritgerðina mína og fer svo að vinna...þetta er alveg að verða búið..það er kvíðablandin eftirvænting í loftinu! Ég byrja um miðjan ágúst eða í byrjun september..ég fæ samninginn innan skamms, með nákvæmri starfslýsingu.

Annars er það að frétta að við Hans erum búin að vera saman í 5 ár í dag, mér var fært morgunmatur í morgun rosa næs..ég skildi ekkert í því að svefnburkan rauk á fætur á undan mér og svo heyrði ég bara bílinn nánast spóla í innkeyrslunni..þá var minn á leið út í bakarí. Svo fékk ég líka rósir..ekki bara hvaða rósir sem er en 4 fallegar rósir til að planta út í garð, mér fannst það alveg frábært því þá fæ ég að njóta þeirra allt sumarið og ár eftir ár..

Ég keypti rubikscube og trivial fyrir Hans sem við getum svo dundað okkur við í kvöld yfir súkkulaðifondu nammi namm!

Næsta verkefni sem ég kasta mér yfir er að skrifa rotna skýrslu um könnunina sem ég gerði um daginn og svo verð ég að verja hana munnlega í maí. Svo eru prófin bara handan við hornið!

Hér er orðið svaka sumarlegt maður er farin að geta verið úti á bolnum og allt.. það var 18 stiga hiti og sól á laugardaginn var svaka lúxus.

En jæja ég ætla að fara að vekja Lucas hann er búinn að sofa allt of lengi..á morgun förum við Lucas og William til Aabenra í Bygma þar sem Bubbi byggir leikur á létta strengi..ég hlakka geggjað til að sjá framan í Lucas þegar hann hittir idolið í eigin persónu..eins gott að spiderman verði ekki á staðnum líka þá fellur krúttið örugglega í yfirlið!

En annars lofa ég bót og betrun í þessum bloggmálum, nú þegar nemadæmið er búið og skýrslan verður komin í hús