Jæja eins og flestir vita erum við komin út aftur eftir vel heppnaða Íslandsreisu :) ég náði ekki að heimsækja alla eins og vanalega, enda með 2 lasna gutta með, Lucas er sem betur fer allur að koma til eftir lugnabólguna og síðustu dagana var ekkert mál að koma lyfinu í hann. Hann var alveg sturlaður fyrstu dagana og það gekk ekkert að koma óþverranum í hann, hann öskraði og gargaði og mútur voru útilokuð, þannig að mútta varð bara að halda höndunum og sprauta þessu upp í hann...en af öskrunum að dæma heftur það sennilega ekki farið framhjá höfuðborgarsvæðinu!
William hóstar enn frekar mikið og gúlpar. En hann er samt alltaf hressleikinn uppmálaður litla gullið.
Það var svo gaman að koma heim á klakan og Lucasi fannst svo gaman að hitta alla vini sína á Íslandi hann talar enn um það :) Skírnin heppnaðist vel og það er nú bara gaman að segja frá því að presturinn kom ekki..
Sko þegar við skírðum Lucas var það langt út á landi. Presturinn hafði tvíbókað og það hljóp einn í skarðið á síðustu stundu, kirkjuþjónninn gleymdi að opna kirkjuna svo gestirnir voru læstir úti svo komum við síðust mamma og þurftum nánast bara að þrykkja barninu í skírnarkjólinn.
Þegar við skírðum William vildum við vera aðeins fyrr á ferðinni..en það tekur sinn tíma að koma tveimur svona litlum út úr húsi þannig að við vorum í kirkjunni kl 10 mín í 14, skírninn átti að byrja kl 14:00...við hlupum inn alveg löðursveitt og köstuðum barninu í kjólinn og hlupum svo fram til að tala við prestinn..eftir mikla húsleit var það ljóst að hann var hvernig að finna. Um kl tvö reyndi mamma að ná í hann í síman en hann svaraði ekki..svo leið og beið og ég var farin að halda að hann hefði farið á fund Guðs á leiðinni (þ.e andast) svo leið og beið og við með hjálp nærstaddra fundum annan prest. Hún kom móð og másandi og skvetti vatni á krakkan, hún var rosa fín og svakalega indæl en talaði pínu eins og bankaræningi, svona rólegri og yfirvegaðri röddu á meðan hún útskýrði framgang mála..."nú sný ég mér við og næ í kertið og kveiki á því og rétti þér" hehehe
En eftir vel heppnaða og frekar skondna skírn var fjölskyldu og vinum boðið upp á veitningar í safnaðarheimilinu sem tvær frábærar og afar þjóðlegar konur höfðu töfrað fram yfir eldstæðinu á bakvið :) Við fengum svaka góðar lappir með öllu tilheyrandi og kökur til að skola herlegheitunum niður.
William fékk svo líka rosalega mikið af góðum gjöfum og ég líka.
Næstu dagar á eftir skírninni voru svaka skemmtilegir stelpurnar komu í heimsókn um kvöldið, við fórum upp á akranes á mánudeginum, til brósa á þriðjudeginum og til mömmu á miðvikudeginum...þannig það var sko pakkað plan, vika er bara ekki nóg! Þegar við komum aftur út fór ég beint í harðan heim háskólans og þurfti að skila verkefni á mánudaginn var..það gekk nú bara vel..en nú er William Dagur vaknaður...meira síðar og myndir koma von bráðar á barnó
William hóstar enn frekar mikið og gúlpar. En hann er samt alltaf hressleikinn uppmálaður litla gullið.
Það var svo gaman að koma heim á klakan og Lucasi fannst svo gaman að hitta alla vini sína á Íslandi hann talar enn um það :) Skírnin heppnaðist vel og það er nú bara gaman að segja frá því að presturinn kom ekki..
Sko þegar við skírðum Lucas var það langt út á landi. Presturinn hafði tvíbókað og það hljóp einn í skarðið á síðustu stundu, kirkjuþjónninn gleymdi að opna kirkjuna svo gestirnir voru læstir úti svo komum við síðust mamma og þurftum nánast bara að þrykkja barninu í skírnarkjólinn.
Þegar við skírðum William vildum við vera aðeins fyrr á ferðinni..en það tekur sinn tíma að koma tveimur svona litlum út úr húsi þannig að við vorum í kirkjunni kl 10 mín í 14, skírninn átti að byrja kl 14:00...við hlupum inn alveg löðursveitt og köstuðum barninu í kjólinn og hlupum svo fram til að tala við prestinn..eftir mikla húsleit var það ljóst að hann var hvernig að finna. Um kl tvö reyndi mamma að ná í hann í síman en hann svaraði ekki..svo leið og beið og ég var farin að halda að hann hefði farið á fund Guðs á leiðinni (þ.e andast) svo leið og beið og við með hjálp nærstaddra fundum annan prest. Hún kom móð og másandi og skvetti vatni á krakkan, hún var rosa fín og svakalega indæl en talaði pínu eins og bankaræningi, svona rólegri og yfirvegaðri röddu á meðan hún útskýrði framgang mála..."nú sný ég mér við og næ í kertið og kveiki á því og rétti þér" hehehe
En eftir vel heppnaða og frekar skondna skírn var fjölskyldu og vinum boðið upp á veitningar í safnaðarheimilinu sem tvær frábærar og afar þjóðlegar konur höfðu töfrað fram yfir eldstæðinu á bakvið :) Við fengum svaka góðar lappir með öllu tilheyrandi og kökur til að skola herlegheitunum niður.
William fékk svo líka rosalega mikið af góðum gjöfum og ég líka.
Næstu dagar á eftir skírninni voru svaka skemmtilegir stelpurnar komu í heimsókn um kvöldið, við fórum upp á akranes á mánudeginum, til brósa á þriðjudeginum og til mömmu á miðvikudeginum...þannig það var sko pakkað plan, vika er bara ekki nóg! Þegar við komum aftur út fór ég beint í harðan heim háskólans og þurfti að skila verkefni á mánudaginn var..það gekk nú bara vel..en nú er William Dagur vaknaður...meira síðar og myndir koma von bráðar á barnó