Ómagasogur

Monday, December 17, 2007

Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Meðal annars er ég búin að taka stuttmyndina og hún heppnaðist alveg ágætlega, ég setti ljósin smá vitlaust upp þannig að Bente er með skugga í andlitinu sem á eftir að draga mig dálítið niður en það verður bara að hafa það, það verður örugglega tekið tillit til að ég gerði alla myndina sjálf(því þar er svo eftitt að stilla ljósin og stýra myndavélinni, hljóði og öllu því ein). Ég var að klára að klippa myndina rétt í þessu og ég á að skila henni á morgun, ég klippti hana nú alveg á nóinu og því eru örugglega einhver mínusstig að finna þar, ég var búin að gera ráð fyrir 2 vikum fyrir klipp, en svo er Lucas búin að vera veikur síðan 7 des, og var að fara í fyrsta sinn til dagmömmunar í dag, þannig að í staðinn fyrir tvær vikur hef ég haft einn dag til að klippa! En ég vona að ég nái samt, Bente hún brilleraði alveg þegar hún sagði frá þannig að það reddar mér örugglega. En nóg um kvart...

Í miðbænum í Kolding er gamalt hús og í desember er það jólahúsið, semsagt þar sem jólasveinninn heldur til. Ég fór með Lucas í heimsókn til jólasveinsins um daginn, hann var ægilega feiminn, hann fékk rúsinupakka og litaði og lék smá en um leið og jólasveinn kom nálægt honum þá stirðnaði hann alveg hehehe Ég er annars að reyna að kenna Lucas að hoppa núna honum langar svo að hoppa en getur það ekki hann hossar sér bara upp og niður, en um leið og hann kemst á trampolín þá er það nú önnur saga, þá skýst hann upp og niður og hlær og hlær ógeðslega fyndið.

Ég fer til odense á morgun að skila verkefninu mínu, svo er bara að fara í að læra annarprófin 3-10 jan og munnlega prófið 18 jan svo þarf ég líka að klára B.A ritgerðina fyrir 1 feb. Ég veit ekki hvort ég næ þessu öllu saman ég er allavega mjög mjög stressuð núna.

Jæja ég ætla að fara að reyna að byrja á jólakortunum! Ég get ekki lofað því að þau komi fyrir jól en ég vona það :) Hó Hó Hó