Ómagasogur

Sunday, October 29, 2006

í gær vöknuðum við Lucas árla morguns og tókum lestina til Köben kl 9 um morguninn við vorum svo mætt og aðalbrautarstöðina kl 12 þar sem við hittum Jóhönnu Gunna og kúlubúan, Jóhanna er með svo netta og fína bumbu það klæðir hana ekkert smá vel að vera ólétt :)við spásseruðum svo um bæinn í kíktum í hinar og þessar búðir ég keypti 3 langerma samfellur sokkabuxur og skyrtu og bindi á Lucasinn minn eftir það skelltum við okkur á mama rosa og snæddum, ég gæddi mér á kjúlla nachos, ég get þó ekki sagt að ég hafi rekist á mikinn kjúlla, hann var af mjög skornum skammti hahaha

síðan fórum við heim til Söndru, sátum bara að spjalla og svo fengum við dýrindis lambalæri með þrusu sveppasósu og örðu góðu namminammi ótrúlega lúffengt Orri og Sandra eiga framtíðina fyrir sér í kokkabransanum :), Jóhanna var svo hugulsöm og góð að koma með allskonar osta og sælgæti frá íslandi fyrir mig þó ég hefði ekki einu sinni beðið um það, ég var ekkert smá glöð, því ég gleymi alltaf að panta þegar einhver er að koma í heimsók og svo man ég það eftirá..ég ætlaði annars að skella mér í Irmu í köben að kaupa skyr, en ég náði ekki fyrir lokun svekkelsi svekkelsi en ég kaupi það bara næst :)

við mæðginin tókum svo lestina heim um köldið það var ekkert smá mikið að fullu liði í lestinni einn gaur var með bjórglas bundið um hálsin!

þegar ég fór úr lestinni þá þurfti ég hjálp með vagninn og það var mjög vingjarnleg stelpa sem hjálpaði mér, svo á meðan við vorum að bera út á byrjuðu dyrnar bara að lokast hún þurfti að ýta og ég hoppaði alveg aftur á bak því annars hefi hún klemmst, við öskruðum bara og þá kallaði lestarvörðurinn í dálitlu sjokki "ælta fleiri út" (frekar seint í rassinn gripið að mínu mati) ég svaraði bara "nei, en við viljum helst alveg út áður en þið farið af stað" spáið í ef vagninn hefði klemmst og þeir hefðu keyrt af stað!!! hann hefur örugglega ekki séð okkur, það var svo dimmt, því þeir eiga að tjekka hvort allir séu komnir almennilega út áður en þeir gefa merki um að það sé í lagi að renna af stað!

En jæja nú ætla ég að fara að reyna að skrifa, litli karlinn sofnaði í göngutúrnum áðan þannig að er um að gera að nýta tíman! og ekki verra að ég get maulað íslenskt yfir lærdómnum :)