Ómagasogur

Monday, October 23, 2006

jæja hér gengur allt sinn vanagang, ég er alveg á fullu að reyna að skrifa prófverkefni en það gengur eitthvað hægt, því er ekki heldur skrifað svo mikið á síðuna í augnablikinu, annars er allt fínt að frétta Lucas er kominn með tvær tennur, hann er nú ekki búin að öskra og grenja eins og ég bjóst við en hann er búin að vera mikið vakandi á nóttunni þannig að þegar hann sefur á daginn sef ég líka.

Á fimmtudaginn á hann svo að fá bólusetningu ég vona að hann verði ekki eins brjálaður og síðast, ég er alveg farin kvíða fyrir nú þegar! Á laugardaginn ætlum við mæðginin svo að skella okkur í dagsferð til Köben að hitta Söndru, Alexander, Jóhönnu, Gunna og kúlubúan það verður örugglega geggjað gaman ég hlakka ekkert smá til að sjá þau.